Talsvert rusl fellur til um áramót þegar landsmenn kveikja í mörgum tonnum af flugeldum, skottertum og blysum. Það er algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil bæjarprýði.
Talsvert rusl fellur til um áramót þegar landsmenn kveikja í mörgum tonnum af flugeldum, skottertum og blysum. Það er algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil bæjarprýði. Það flugeldarusl sem ekki er fjarlægt og komið til förgunar grotnar niður og verður að lokum að drullu og sóðaskap.
Því vilja bæjaryfirvöld biðla til íbúa og fyrirtækja í bænum að huga að nærumhverfi sínu og taka höndum saman við að hreinsa upp eftir áramótagleðina og koma til förgunar. Margar hendur vinna létt verk.
Athuga þarf þó að umbúðir og leifar af flugeldum mega ekki fara í bláu pappírstunnuna, heldur þarf að setja í almennt sorp. Þó svo að flugeldar séu úr pappa, þá situr eftir í þeim leir sem gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu. Best er að skila umbúðum og leifum af flugeldum og skottertum í almennt rusl á endurvinnslustöð SORPU við Blíðubakka. Ósprungnum flugeldum og skottertum sem þarf að farga ber að skila í spilliefnagáminn á endurvinnslustöðvum SORPU.
Sýnum gott fordæmi og hjálpumst að við að hreinsa upp eftir áramótin og þrettándann.