Skautasamband Íslands tilnefnir Evu Dögg Sæmundsdóttur sem íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Eva Dögg æfir með Skautafélaginu Birninum. Eva Dögg lauk keppnistímabili sínu í Junior flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnisári í Senior flokki tímabilið 2017-2018. Meðaltal af heildarskori Evu Daggar á tímabilinu 2017-2018 er nú 81,2 stig.
Skautasamband Íslands tilnefnir Evu Dögg Sæmundsdóttur sem íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Eva Dögg æfir með Skautafélaginu Birninum. Eva Dögg lauk keppnistímabili sínu í Junior flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnisári í Senior flokki tímabilið 2017-2018. Meðaltal af heildarskori Evu Daggar á tímabilinu 2017-2018 er nú 81,2 stig. Eva Dögg hefur verið virkur keppandi bæði innanlands og utan á árinu. Hún keppti í Junior flokki á RIG 2017 þar sem hún lenti í 4. sæti með 97,85 stig sem og á Norðurlandamóti 2017 þar sem hún hafnaði þar í 12. sæti með 87,86 stig. Fyrir utan þátttöku sína á innlendum mótum nú í haust keppti Eva Dögg fyrir hönd Íslands í Senior flokki á Golden Bear í Zagreb, Króatíu þar sem hún lenti í 13. sæti með 79,85 stig sem og í Volvo Open Cup í Riga, Lettlandi með 84,44 stig sem landaði henni 14. Sæti.