Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. janúar 2018

    Skauta­sam­band Ís­lands til­nefn­ir Evu Dögg Sæ­munds­dótt­ur sem íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar 2017. Eva Dögg æfir með Skauta­fé­lag­inu Birn­in­um. Eva Dögg lauk keppn­is­tíma­bili sínu í Juni­or flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnis­ári í Seni­or flokki tíma­bil­ið 2017-2018. Með­al­tal af heild­ar­skori Evu Dagg­ar á tíma­bil­inu 2017-2018 er nú 81,2 stig.

    Skauta­sam­band Ís­lands til­nefn­ir Evu Dögg Sæ­munds­dótt­ur sem íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar 2017. Eva Dögg æfir með Skauta­fé­lag­inu Birn­in­um. Eva Dögg lauk keppn­is­tíma­bili sínu í Juni­or flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnis­ári í Seni­or flokki tíma­bil­ið 2017-2018. Með­al­tal af heild­ar­skori Evu Dagg­ar á tíma­bil­inu 2017-2018 er nú 81,2 stig. Eva Dögg hef­ur ver­ið virk­ur kepp­andi bæði inn­an­lands og utan á ár­inu. Hún keppti í Juni­or flokki á RIG 2017 þar sem hún lenti í 4. sæti með 97,85 stig sem og á Norð­ur­landa­móti 2017 þar sem hún hafn­aði þar í 12. sæti með 87,86 stig. Fyr­ir utan þátt­töku sína á inn­lend­um mót­um nú í haust keppti Eva Dögg fyr­ir hönd Ís­lands í Seni­or flokki á Golden Bear í Za­greb, Króa­tíu þar sem hún lenti í 13. sæti með 79,85 stig sem og í Volvo Open Cup í Riga, Lett­landi með 84,44 stig sem land­aði henni 14. Sæti.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00