Björn Óskar Guðjónsson verður 21 árs á árinu. Hann hóf nám við University of Lafayette í Louisiana-fylki síðasta haust þar sem hann leikur með golfliði skólans í bandaríska háskólagolfinu. Björn átti mjög gott keppnissumar hér á landi og hefur farið vel af stað í háskólagolfinu.
Björn Óskar Guðjónsson verður 21 árs á árinu. Hann hóf nám við University of Lafayette í Louisiana-fylki síðasta haust þar sem hann leikur með golfliði skólans í bandaríska háskólagolfinu. Björn átti mjög gott keppnissumar hér á landi og hefur farið vel af stað í háskólagolfinu. Hann lék glæsilegt golf í meistaramóti GM þar sem hann lék á átta höggum undir pari. Hann var lykilmaður í liði GM í Íslandsmóti golfklúbba þar sem hann vann alla sína leiki en sveit GM hafnaði í 3. sæti í efstu deild. Björn var einnig í karlalandsliðinu í golfi árið 2017 og er því frábær fulltrúi Mosfellsbæjar í golfíþróttinni. Hann er afar skipulagður og eyðir miklum tíma í æfingar, bæði á sumrin og veturna. Hann er sér og klúbbnum til sóma. Björn var einnig í karlalandsliðinu í golfi árið 2017 og er því frábær fulltrúi Mosfellsbæjar í golfíþróttinni.