Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. desember 2017

    Út­skrift­ar­há­tíð Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ fór fram mið­viku­dag­inn 20. des­em­ber s.l. kl. 14:00 við há­tíð­lega at­höfn í hús­næði skól­ans við Há­holt 35 í Mos­fells­bæ.

    Út­skrift­ar­há­tíð Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ fór fram mið­viku­dag­inn 20. des­em­ber s.l. kl. 14:00 við há­tíð­lega at­höfn í hús­næði skól­ans við Há­holt 35 í Mos­fells­bæ. Að þessu sinni voru alls þrjá­tíu og sex nem­end­ur braut­skráð­ir, fjór­tán af fé­lags- og hug­vís­inda­braut og fjór­ir af nátt­úru­vís­inda­braut. Af op­inni stúd­ents­braut braut­skráð­ust átján nem­end­ur.

    Út­skrift­ar­nem­end­um voru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir góð­an náms­ár­ang­ur. Daníel Arn­ar Sig­ur­jóns­son fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í kvik­mynda­fræði og sögu. Sig­ríð­ur Ósk Sig­ur­rós­ar­dótt­ir fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í jarð­fræði, um­hverf­is­fræði og dönsku. Við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í fé­lags­fræði og heim­speki fékk Atli Freyr Hjalta­son og Telma Rut Sig­urð­ar­dótt­ir fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í list­grein­um. Fyr­ir góð­an ár­ang­ur í ensku, fé­lags­grein­um, hesta­grein­um, spænsku og stærð­fræði fékk Sandra Kristín Dav­íðs­dótt­ir Lynch við­ur­kenn­ingu. Við­ur­kenn­ingu fyr­ir störf í þágu nem­enda­fé­lags­ins fengu Karl Héð­inn Kristjáns­son og Sig­ríð­ur Ósk Sig­ur­rós­ar­dótt­ir.

    Mos­fells­bær veitti jafn­framt Söndru Krist­ínu Dav­íðs­dótt­ur Lynch við­ur­kenn­ingu fyr­ir hæstu einkunn á stúd­ents­prófi.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00