Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember s.l. kl. 14:00 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember s.l. kl. 14:00 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og sex nemendur brautskráðir, fjórtán af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust átján nemendur.
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Daníel Arnar Sigurjónsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í kvikmyndafræði og sögu. Sigríður Ósk Sigurrósardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í jarðfræði, umhverfisfræði og dönsku. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði og heimspeki fékk Atli Freyr Hjaltason og Telma Rut Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í listgreinum. Fyrir góðan árangur í ensku, félagsgreinum, hestagreinum, spænsku og stærðfræði fékk Sandra Kristín Davíðsdóttir Lynch viðurkenningu. Viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins fengu Karl Héðinn Kristjánsson og Sigríður Ósk Sigurrósardóttir.
Mosfellsbær veitti jafnframt Söndru Kristínu Davíðsdóttur Lynch viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.