Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember síðastliðinn gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi.
Það má því segja að rekstur og starfsemi bæjarfélagsins sé í góðu horfi og mun það svigrúm sem þetta veitir nýtast íbúum með einum eða öðrum hætti.
Þessi rekstrarafkoma skilar sér til að mynda með 11% lækkun á fasteignagjöldum til íbúa og fyrirtækja í Mosfellsbæ fyrir árið 2018.
Auk þessarar lækkunar mun verð á heitu vatni einnig lækka um 5% til íbúa Mosfellsbæjar á nýju ári.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði