Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember síðastliðinn gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi.
Það má því segja að rekstur og starfsemi bæjarfélagsins sé í góðu horfi og mun það svigrúm sem þetta veitir nýtast íbúum með einum eða öðrum hætti.
Þessi rekstrarafkoma skilar sér til að mynda með 11% lækkun á fasteignagjöldum til íbúa og fyrirtækja í Mosfellsbæ fyrir árið 2018.
Auk þessarar lækkunar mun verð á heitu vatni einnig lækka um 5% til íbúa Mosfellsbæjar á nýju ári.
Tengt efni
Mosfellsbær og Samtökin '78 skrifa undir samstarfssamning
Mosfellsbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin ’78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitafélagsins sem starfar með börnum og ungmennum í skóla-, tómstunda- og íþróttastarfi.
Ótímabundin verkföll hófust mánudaginn 5. júní 2023
Hilmar Gunnarsson ráðinn verkefnastjóri Hlégarðs
Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.