Bára Einarsdóttir æfir hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2003.
Bára er Íslands og bikarmeistari í 50 m. Liggjandi riffli 22. cal , setti íslandsmet í 9. Desember 2017.
Íslandsmeistari í 3fl. Í þrístöðu 22. Cal riffli ásamt því að hafa sett nokkur Íslandsmet í þessum tveimur greinum ( 50m. Riffli og þrístöðu) í liðakeppni með stöllum sínum á tímabilinu.
Íslandsmeistari í 1fl. Í loftriffli, Kópavogsmeistari í loftriffli og loftskammbyssu.
Sigurvegari í mótaröðum innan félags í kvennaflokki í loftskammbyssu, 50m. Liggjandi riffli og Silhouette.
Skotíþróttakona ársins í Skotíþróttafélagi Kópavogs 2015, 2016 og 2017.
Bára stefnir á að komast á stórmót erlendis á komandi keppnistímabili og verður riffillinn 22. Cal í algjörum forgangi þetta tímabil.