Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. janúar 2018

    Öll börn með skráð­an heim­il­istann­lækni eiga nú rétt á gjald­frjáls­um tann­lækn­ing­um sam­kvæmt samn­ingi þar að lút­andi. Gjald­frjáls­ar tann­lækn­ing­ar barna hafa ver­ið inn­leidd­ar í áföng­um og lauk inn­eið­ing­unni 1. janú­ar sl. þeg­ar börn yngri en þriggja ára öðl­uð­ust rétt sam­kvæmt samn­ingn­um.

    Öll börn með skráð­an heim­il­istann­lækni eiga nú rétt á gjald­frjáls­um tann­lækn­ing­um sam­kvæmt samn­ingi þar að lút­andi. Gjald­frjáls­ar tann­lækn­ing­ar barna hafa ver­ið inn­leidd­ar í áföng­um og lauk inn­eið­ing­unni 1. janú­ar sl. þeg­ar börn yngri en þriggja ára öðl­uð­ust rétt sam­kvæmt samn­ingn­um.

    Markmið samn­ings­ins er að tryggja börn­um yngri en 18 ára nauð­syn­lega tann­lækna­þjón­ustu óháð efna­hag for­eldra. Gjald­frjáls­ar tann­lækn­ing­ar ná yfir eft­ir­lit, for­varn­ir, flúor­með­ferð, skoru­fyll­ur, tann­fyll­ing­ar, rót­fyll­ing­ar og ann­að sem telst til nauð­syn­legra tann­lækn­inga. Sjúkra­trygg­ing­ar greiða að fullu fyr­ir þessa þjón­ustu, að und­an­skildu 2.500 kr. ár­legu komu­gjaldi.

    Til að eiga rétt á gjald­frjáls­um tann­lækn­ing­um þurfa börn­in að vera með skráð­an heim­il­istann­lækni. Hlut­verk heim­il­istann­lækn­is er m.a. að boða börn í reglu­legt eft­ir­lit eft­ir þörf­um hvers og eins og ekki sjaldn­ar en á tveggja ára fresti. Hann sinn­ir einn­ig for­vörn­um og nauð­syn­leg­um tann­lækn­ing­um hjá hlut­að­eig­andi börn­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00