Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í áraraðir. Heiða varð klúbbmeistari GM árið 2017 og vann með 10 högga forystu og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins.
Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í áraraðir. Heiða varð klúbbmeistari GM árið 2017 og vann með 10 högga forystu og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins. Hún er afar áhugasöm og til að mynda virk í vetrarstarfi klúbbsins og unnið nokkur innanfélagsmót í vetur. Heiða er jákvæð, dugleg og með íþróttamannslega framkomu og klúbbnum til fyrirmyndar.