Reynir hefur verið í hestum alla tíð og unnið við greinina í fjölda ára.
Hann hefur alltaf verið í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Reynir var í Landsliðinu í hestaíþróttum á árinu og náði þar góðum árangri og komst í úrslit á Heimsmeistaramótinu, líkt og hann gerði á síðasta heimsmeistaramóti. Reynir var oft í toppbaráttunni á keppnisbrautinni í ár, og hefur hann marg oft verið í landsliðinu og á marga íslandsmeistaratitla að baki. Reynir hefur verið íþróttamaður Harðar 8 sinnum í röð.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Hestamenn bjóða heim 1. maí 2018
Opið hús á degi íslenska hestsins – Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Hestaíþróttakona Harðar 2017
Aðalheiður hefur verið í hestum alla sína ævi og unnið við tamningar og þjálfun í fjölda ára.