Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 6. janúar 2018.
Blysför leggur af stað frá miðbæjartorgi kl. 18:00 og haldið að brennunni sem verður á sama stað og árlega, neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem áramótabrennan var haldin.
Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu.
Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu.
Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.