Marta Carrasco – Dansíþróttafélagin Hvönn Kópavogi. Marta er fædd árið 1999, nemandi í Kvennaskólanum og æfir af fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri dansara. Markmið hennar er að ná langt og keppa og æfa meðal þeirra allra bestu í heiminum.
Marta Carrasco – Dansíþróttafélagin Hvönn Kópavogi.
Marta er fædd árið 1999, nemandi í Kvennaskólanum og æfir af fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri dansara.
Markmið hennar er að ná langt og keppa og æfa meðal þeirra allra bestu í heiminum.
Hún er í A – landsliði DSÍ og á þessu ári hefur hún verið á faraldsfæti og auk þess að taka þátt í öllum mótum hér heima. Hér heima keppti hún alltaf til úrslita og var jafnan á verðlaunapalli. Hún keppti á evrópu- og heimsmeistaramóti og auk þess á fjölmörgum opnum mótum erlendis. Hennar besti árangur var á heimsmeistarmóti í 10 dönsum í Rússlandi en þar náði hún 6. sæti, auk þess að vera í 1. og 2. sæti á opnu móti í Boston.