Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. janúar 2018

Kraft­lyft­inga­kona árs­ins Arna Ösp Gunn­ars­dótt­ir hef­ur náð ótrú­leg­um ár­angri á skömm­um tíma og þeg­ar sett tvo met í rétt­stöðu­lyftu 152,5 kg. í 63 kg. flokki, einn­ig er hún Ís­lands­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu.

Hún hef­ur ver­ið valin í Lands­l­ið ís­lands sem kepp­ir á Reykja­vík­ur­leik­un­um í janú­ar 2018, sem er al­þjóð­legt mót. Arna hef­ur þeg­ar náð frá­bær­um ár­angri þrátt fyr­ir að hafa bara æft kraft­lyft­ing­ar í nokkra mán­uði. Arna varð 2 stiga­hæsti kepp­and­inn á sínu fyrsta móti sem hald­ið var á Akra­nesi í vor.

Arna er með grunn úr hand­bolta og hafði átt í vand­ræð­um með meiðsli þeg­ar hún ákvað að taka skref­ið inn í krafta­sport­ið með ótrú­leg­um ár­angri. Arna er gríð­ar­lega skipu­lögð og vand­virk í æf­ing­um og það verð­ur ekki langt í það að hún fari að minna á sig á al­þjóð­leg­um vett­vangi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00