Kraftlyftingakona ársins Arna Ösp Gunnarsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og þegar sett tvo met í réttstöðulyftu 152,5 kg. í 63 kg. flokki, einnig er hún Íslandsmeistari í réttstöðulyftu.
Hún hefur verið valin í Landslið íslands sem keppir á Reykjavíkurleikunum í janúar 2018, sem er alþjóðlegt mót. Arna hefur þegar náð frábærum árangri þrátt fyrir að hafa bara æft kraftlyftingar í nokkra mánuði. Arna varð 2 stigahæsti keppandinn á sínu fyrsta móti sem haldið var á Akranesi í vor.
Arna er með grunn úr handbolta og hafði átt í vandræðum með meiðsli þegar hún ákvað að taka skrefið inn í kraftasportið með ótrúlegum árangri. Arna er gríðarlega skipulögð og vandvirk í æfingum og það verður ekki langt í það að hún fari að minna á sig á alþjóðlegum vettvangi.