Stuðningur Mosfellsbæjar við íþróttir- og tómstundir í tölum.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrki Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundafélaga í bæjarfélaginu frá 2011 til ársins í ár. Markmiðið er að tryggja að íbúar hafi sem bestar upplýsingar um framlög bæjarins til íþrótta- og tómstundastarfs á hverjum tíma og í því ljósi er einnig hægt að sækja gögnin og skoða frekar á vef DATA-MARKET.
Glæsileg útskriftarhátíð nemenda í FMOS 29. maí 2015
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Útivistartími barna og ungmenna
Árlegt Álafosshlaup 12. júní 2015
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stendur fyrir hinu árlega Álafosshlaupi þann 12. júní kl. 18:00.
Opinn fundur umhverfisnefndar 11. júní 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfsmál í Mosfellsbæ.
Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2015
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ 13. júní
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 13. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið er í Mosfellsbæ hefst 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.
Síðustu forvöð að senda inn tilnefningu á bæjarlistamanni 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur menningarstyrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina.
Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða
Markmið deiliskipulagsins er annars vegar að skilgreina lóð fyrir nýjan skóla fyrir elstu árganga leikskólastigs og yngstuárganga grunnskóla, og hinsvegar að festa í skipulagi aðkomu og bílastæði fyrir golfvöllinn Hlíðarvöll.
Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu
Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda.
Sláttur hafinn í Mosfellsbæ
Sláttur hófst í Mosfellsbæ í dag í sól og ágætis veðri. Vorhreinsunarátak hefur staðið yfir í Mosfellsbænum fyrripart maí mánaðar með aðstoð íbúa og félagasamtaka. Götur og göngustígar hafa verið sópaðir og má segja að bærinn sé að komast í sumarbúning
Dagur góðra verka - opin hús á handverkstæðum
Föstudaginn 22. maí er kynningardagur “Dagur góðra verka” hjá Hlutverk,samtökum um vinnu og verkþjálfun.Tilgangur er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki,stofnanir,félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga-og fræðsluskyni varðandi atvinnumála fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.
Skólakór Varmárskóla á Landsmóti barnakóra 2015
Skólakór Varmárskóla tók þátt í Landsmóti barnakóra sem fram fór á Húsavík 1. – 3. maí.
Vortónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 6. - 30. maí 2015
Árlegir vortónleikar eru hjá Listaskóla Mosfellsbæjar um þessar mundir.
Hreyfum okkur saman
Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir verða í boði á miðvikudögum í sumar. Hlaup með Mosóskokk, fjallaganga á Úlfarsfell, hjólaferð, ganga um fallegar slóðir og frisbígolf með Steinda Jr. Taktu þátt og hreyfum okkur saman í Heilsueflandi samfélagi.
Læsi og hreyfing
Leirvogstunguskóli notast við kennsluaðferð sem nefnist „Leikur að læra“, þar sem meðal annars stafir og hljóð eru kennd í gegnum leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Börnin fá að handfjatla stafi og hafa þá sýnilega í umhverfinu. Kennsluaðferðin „Leikur að læra“ hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurheimta hana.
Hús fyrir alla - afraksturinn til sýnis í kjarna
Á Höfðabergi, útibúi frá Lágafellsskóla, eru í vetur þrjár 5 ára deildir og fjórir bekkir í fyrsta árgangi, alls 120 börn. Mikið hefur verið lagt upp úr samstarfi árganganna tveggja og hefur nemendum því verið blandað markvisst í leik og starfi. Markmið blöndunarinnar eru meðal annars að efla félagsþroska nemenda og stuðla að því að brúa bilið milli skólastiganna.
Menningarvor 2015 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Menningarvorið var nú skipulagt í sjötta sinn.
Í túninu heima 2015 - Vilt þú taka þátt?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður haldin dagana 28. – 30. ágúst.
Kiwanisklúbbar gefa 1. bekkingum hjálma
Kiwanisklúbbarnir í Mosfellsbæ, Mosfell og Geysir, í samstarfi við Eimskip afhentu á dögunum 1. bekkingum í grunnskólum bæjarins nýja hjálma.