Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. maí 2015

  Á Höfða­bergi, úti­búi frá Lága­fells­skóla, eru í vet­ur þrjár 5 ára deild­ir og fjór­ir bekk­ir í fyrsta ár­gangi, alls 120 börn. Mik­ið hef­ur ver­ið lagt upp úr sam­starfi ár­gang­anna tveggja og hef­ur nem­end­um því ver­ið bland­að mark­visst í leik og starfi. Markmið blönd­un­ar­inn­ar eru með­al ann­ars að efla fé­lags­þroska nem­enda og stuðla að því að brúa bil­ið milli skóla­stig­anna.

  Á Höfða­bergi, úti­búi frá Lága­fells­skóla, eru í vet­ur þrjár 5 ára deild­ir og fjór­ir bekk­ir í fyrsta ár­gangi, alls 120 börn. Mik­ið hef­ur ver­ið lagt upp úr sam­starfi ár­gang­anna tveggja og hef­ur nem­end­um því ver­ið bland­að mark­visst í leik og starfi. Markmið blönd­un­ar­inn­ar eru með­al ann­ars að efla fé­lags­þroska nem­enda og stuðla að því að brúa bil­ið milli skóla­stig­anna.

  Náms­efn­ið Hús fyr­ir alla – Vinaveg­ur 78 eft­ir Sig­ur­línu Jóns­dótt­ur, kenn­ara í Brekku­skóla á Ak­ur­eyri, er í grunn­inn lífs­leikni­efni fyr­ir börn á yngsta stigi grunn­skóla.

  Á Höfða­bergi var þetta efni val­ið sem sam­vinnu­grund­völl­ur í ald­urs­blönd­uð­um hóp­um 5 og 6 ára barna. Í íbúð­un­um í fjöl­býl­is­hús­inu að Vinavegi 78 búa marg­ar fjöl­skyld­ur og ein­stak­ling­ar.

  Hver og ein fjöl­skylda er sér­stök, eins og all­ar fjöl­skyld­ur eru. Í verk­efn­um hverr­ar íbúð­ar eru tek­in til um­fjöll­un­ar eitt eða fleiri sér­kenni ásamt nokkr­um áhuga­mál­um, til að und­ir­strika að þar býr fólk með hugð­ar­efni og hæfi­leika sem það nýt­ir þrátt fyr­ir að á ein­hvern hátt skeri það sig ef til vill úr fjöld­an­um.

  Í sátt og sam­lyndi Í verk­efn­inu eru tek­in fyr­ir fjöl­mörg sér­kenni, sjúk­dóm­ar eða fatlan­ir sem bú­ast má við að finna í sam­fé­lagi fólks. Við þurf­um öll að geta um­geng­ist hvert ann­að í sátt og sam­lyndi og stund­um þurf­um við á því að halda að okk­ur sé sýnd­ur skiln­ing­ur og tek­ið til­lit til okk­ar. Slík­ar að­stæð­ur má ímynda sér þeg­ar fólk er með fæðu­of­næmi, þeg­ar ein­hver á um sárt að binda vegna áfalla eða þeg­ar að­stoða þarf ný­búa við að fóta sig í nýju sam­fé­lagi, svo fá­ein af þeim við­fangs­efn­um sem efn­ið fjall­ar um séu nefnd.

  Það er því mik­il­vægt að opna um­ræðu um fjöl­breyti­leik­ann í mann­líf­inu og fræða hvert ann­að um það sem get­ur orð­ið á vegi okk­ar á lífs­leið­inni.

  Óhætt er að segja að nem­end­ur unnu vel að verk­efn­inu og eru margs fróð­ari eft­ir þær um­ræð­ur sem fram fóru í hóp­un­um.

  Heyrst hef­ur til þeirra fræða hvert ann­að um ým­is­legt, s.s. hvað það er að vera of­virk­ur, hvernig blint fólk get­ur les­ið, hvað það þýð­ir að vera ætt­leidd­ur eða hvernig hægt er að lifa með syk­ur­sýki.

  Nem­end­ur unnu út frá þeirri getu, áhuga og hæfni sem þeir búa yfir hver og einn og all­ir fengu að njóta sín, auk þess að þjálfast í því að vinna sam­an.

  Verk­efn­in voru út­færð á verk­leg­an máta þar sem nem­end­ur sköp­uðu hús­ið að Vinavegi 78. Úr varð fjöl­býl­is­hús, búið til úr skó­köss­um. Með­fylgj­andi mynd sýn­ir afrakst­ur­inn sem hef­ur ver­ið til sýn­is í Kjarna í til­efni af menn­ing­ar­viku leik­skól­anna.

  (Mos­fell­ing­ur)