Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. júní 2015

Frjálsí­þrótta­deild Aft­ur­eld­ing­ar stend­ur fyr­ir hinu ár­lega Ála­foss­hlaupi þann 12. júní kl. 18:00.

Hlaup­ið hefst og end­ar í Ála­fosskvos­inni þar sem verð­launa af­hend­ing fer fram. Hlaupn­ir eru um 9 km á marg­breyti­legu und­ir­lagi þar sem leit­ast er við að velja óvenju­leg­ar hlaupaleið­ir. Til dæm­is er hlaup­ið á göngu­stíg­um, slóð­um og mal­ar­veg­um og stokk­ið yfir læk. Á bratt­ann er að sækja fyrri helm­ing­inn þar sem leið­in teyg­ir sig næst­um upp að Hafra­vatni en síð­an er far­inn mal­ar­veg­ur eða mal­bik nið­ur í móti. Drykk­ir verða veitt­ir í hlaupi og við enda­mark.

Ála­foss­hlaup­ið er sögu­frægt hlaup sem fyrst var hlaup­ið árið 1921 að frum­kvæði Sig­ur­jóns Pét­urs­son­ar á Ála­fossi og hef­ur ver­ið hald­ið með hlé­um síð­an. Fram­an af var hlaup­ið á milli Ála­foss og Mela­vall­ar­ins í Reykja­vík, síð­an færð­ist hlaup­ið í ná­grenni Ála­foss.

Kveikj­an var sigl­ing Ein­ars Pét­urs­son­ar, bróð­ur Sig­ur­jóns, um Reykja­vík­ur­höfn á kapp­róðr­ar­báti sín­um með hvít­bláa fán­ann í skut þann 12. júní 1913. Fán­inn var tek­inn í vörslu danskra varð­skips­manna.

Hermt er að at­burð­ur­inn hafi hleypt aukn­um krafti í sjálf­stæð­is­bar­áttu Ís­lend­inga á þeim tíma. UMFÍ tók fán­ann síð­ar upp og gerði að sín­um.

Mos­fell­ing­ar og nærsveit­ung­ar eru hvatt­ir til að fjöl­menna og taka þátt í þess­um nær ald­argamla við­burði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00