Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 13. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið er í Mosfellsbæ hefst 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 13. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 13. júní klukkan 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km. SJÁ KORT AF HLAUPALEIÐUM HÉR
Forskráning í hlaupið er í World Class í Lágafellslaug og svo frá kl 10 á hlaupadaginn sjálfan.
Langömmur, ömmur, mömmur og dætur fjölmennum og höfum það gaman saman „ í Mosfellsbæ á hreyfingu“
Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má finna á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og á www.sjova.is. Þar má einnig finna gagnasafn upplýsinga fyrir óvana hlaupara um matarræði, útbúnað og leiðir til þess að koma sér af stað í hreyfingu.
Hér má sjá skemmtilegar myndir úr myndasafni Sjóvá af kvennahlaupi fyrri ára