Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Skóla­kór Varmár­skóla tók þátt í Lands­móti barnakóra sem fram fór á Húsa­vík 1. – 3. maí.

Þetta var í sautjánda sinn sem skóla­kór­inn tek­ur þátt í svona móti en þau eru hald­in ann­að hvert ár. Alls tóku 11 kór­ar þátt í þetta sinn eða tæp­lega 300 börn og ung­ling­ar.

Hús­vík­ing­ar tóku höfð­ing­lega á móti kór­un­um, stjórn­end­um þeirra og far­ar­stjór­um og var mót­ið ein­stak­lega vel heppn­að. Auk þess að syngja sam­an, var öll­um boð­ið á Hvala­safn­ið og Geim­fara­safn­ið auk sund­ferð­ar.

Glæsi­leg kvöld­vaka var á laug­ar­dags­kvöld­inu og diskótek í lokin. Mót­inu lauk með tón­leik­um á sunnu­deg­in­um og fjöl­menntu Hús­vík­ing­ar til að hlýða á þenn­an glæsi­lega og stóra kór.

Læra ekki að­eins kór­söng

Eins og við var að bú­ast stóðu krakk­arn­ir okk­ar sig mjög vel á mót­inu og voru til fyr­ir­mynd­ar í alla staði. Þrjár mömm­ur voru með og héldu utan um hóp­inn af ör­yggi og lip­urð. Ein þeirra seg­ir um kór­starf­ið: „Starf skóla­kóra, eins og kóra al­mennt, er afar mik­il­vægt fyr­ir þá sem taka þátt í starf­inu og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið. Sem for­eldri barns í skóla­kórn­um þyk­ir mér mik­il­vægt að sam­fé­lag­ið sé með­vitað um gildi þessa starfs. Börn sem taka þátt í kór­starfi læra ekki að­eins söng held­ur einn­ig ís­lensk ljóð, að vera hluti af heild og taka til­lit til ann­arra. Kór Varmár­skóla hef­ur ver­ið und­ir ör­uggri hand­leiðslu Guð­mund­ar Óm­ars Ósk­ars­son­ar í 36 ár og marg­ir stig­ið þar sín fyrstu skref á tón­list­ar­braut­inni, sér og öðr­um til ánægju. Kór­inn hef­ur í gegn­um tíð­ina sung­ið fyr­ir fjölda manns og með­al ann­ars glatt íbúa dval­ar­heim­ila aldr­aðra fyr­ir jól, fátt er betra en að læra gleði þess að gefa af sér til ann­arra.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00