Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2015

  Föstu­dag­inn 22. maí er kynn­ing­ar­dag­ur “Dag­ur góðra verka” hjá Hlut­verk,sam­tök­um um vinnu og verk­þjálf­un.Til­gang­ur er að stuðla að sam­vinnu við önn­ur fyr­ir­tæki,stofn­an­ir,fé­lög og fé­laga­sam­bönd, inn­an­lands og utan, í upp­lýs­inga-og fræðslu­skyni varð­andi at­vinnu­mála fatl­aðs fólks og annarra sem þurfa á stuðn­ingi að halda.

  Föstu­dag­inn 22. maí er kynn­ing­ar­dag­ur “Dag­ur góðra verka” hjá Hlut­verk,sam­tök­um um vinnu og verk­þjálf­un.Til­gang­ur er að stuðla að sam­vinnu við önn­ur fyr­ir­tæki,stofn­an­ir,fé­lög og fé­laga­sam­bönd, inn­an­lands og utan, í upp­lýs­inga-og fræðslu­skyni varð­andi at­vinnu­mála fatl­aðs fólks og annarra sem þurfa á stuðn­ingi að halda.
  Að stuðla að góðu sam­starfi og sam­skipt­um milli að­ila inn­an sam­bands­ins og gæta hags­muna þeirra. Einnig leit­ast Hlut­verk við að vera ráð­gef­andi stofn­un­um rík­is og sveit­ar­fé­laga, ráðu­neyti og ann­ara sem sjá um starf­send­ur­hæf­ingu og at­vinnu­mál fatl­aðs fólk. Ásamt því að stuðla að sam­starfi um upp­bygg­ingu á starfs­þjálf­un,hæf­ingu og end­ur­hæf­ingu fyr­ir ein­stak­linga til starfa á vinnu­mark­aði.

  Í til­efni dags­ins 22.maí verða opin hús á hand­verks­stof­um í Mos­fells­bæ:


  Múla­lundi við Reykjalund í Mos­fells­bæ frá kl. 14:00-16:00.
  Á Múla­lundi starfa á fjórða tug ein­stak­linga með skerta starfs­orku og fram­leiða gæða­vör­ur sem nýtt­ar eru víða í sam­fé­lag­inu. Hjá Múla­lundi eru fram­leidd­ar á ann­að þús­und vör­u­núm­er; möpp­ur, klemmu­spjöld, barm­merki, mat­seðl­ar og fjöl­margt fleira al­veg frá grunni.

  Vinnu­stof­um Skála­túns verð­ur opið frá kl. 9:00-15:30.
  Skála­túns­heim­il­ið í Mos­fells­bæ er heim­ili 37 ein­stak­linga með þroska­höml­un.Skála­túns­heim­il­ið rek­ur vinnu­stof­ur fyr­ir íbúa að Skála­túni.Starf­semi á vinnu­stof­um mið­ast við hæf­ingu íbúa og starfs­þjálf­un hef­ur þann til­gang að draga úr áhrif­um fötl­un­ar og auka hæfni íbúa til starfa og þátt­töku í al­mennu lífi.

  Ás­garð­ar Hand­verk­stæð­is verð­ur opið frá kl. 9:00-12:00
  Ás­garð­ur Hand­verk­stæði var stofn­að 1993. Þar starfa nú 30 þroska­haml­að­ir ein­stak­ling­ar ásamt 7 leið­bein­end­um. Ás­garð­ur er vinnu­stað­ur sem hef­ur metn­að til að vinna með og þroska hinn mann­eskju­lega þátt vinn­unn­ar. Í því felst m.a. að fram­leiðsl­an er lög­uð að getu hvers og eins, og hon­um hjálp­að við að ná valdi á hug­mynd­um og verk­fær­um og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköp­un­ar­ferli frá hönn­un að end­an­legri út­komu. Þetta veit­ir ein­stak­lingn­um sjálfs­traust, skerp­ir vilja hans og eyk­ur þol­in­mæði.

  Við bjóð­um fólk vel­kom­ið í heim­sókn á opin hús að skoða fjöl­breytta starf­semi sem þar fer fram, þar sem við ger­um starf­sem­ina sýni­lega í nær um­hverf­inu.

  Boð­ið verð­ur upp á kaffi og klein­ur og að sjálf­sögðu verð­ur okk­ar fal­lega hand­verk til sölu.

  Hlökk­um til að sjá ykk­ur.

  Hlut­verk,sam­tök­um um vinnu og verk­þjálf­un.