Föstudaginn 22. maí er kynningardagur “Dagur góðra verka” hjá Hlutverk,samtökum um vinnu og verkþjálfun.Tilgangur er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki,stofnanir,félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga-og fræðsluskyni varðandi atvinnumála fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.
Föstudaginn 22. maí er kynningardagur “Dagur góðra verka” hjá Hlutverk,samtökum um vinnu og verkþjálfun.Tilgangur er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki,stofnanir,félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga-og fræðsluskyni varðandi atvinnumála fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.
Að stuðla að góðu samstarfi og samskiptum milli aðila innan sambandsins og gæta hagsmuna þeirra. Einnig leitast Hlutverk við að vera ráðgefandi stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ráðuneyti og annara sem sjá um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðs fólk. Ásamt því að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun,hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði.
Í tilefni dagsins 22.maí verða opin hús á handverksstofum í Mosfellsbæ:
Múlalundi við Reykjalund í Mosfellsbæ frá kl. 14:00-16:00.
Á Múlalundi starfa á fjórða tug einstaklinga með skerta starfsorku og framleiða gæðavörur sem nýttar eru víða í samfélaginu. Hjá Múlalundi eru framleiddar á annað þúsund vörunúmer; möppur, klemmuspjöld, barmmerki, matseðlar og fjölmargt fleira alveg frá grunni.
Vinnustofum Skálatúns verður opið frá kl. 9:00-15:30.
Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ er heimili 37 einstaklinga með þroskahömlun.Skálatúnsheimilið rekur vinnustofur fyrir íbúa að Skálatúni.Starfsemi á vinnustofum miðast við hæfingu íbúa og starfsþjálfun hefur þann tilgang að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni íbúa til starfa og þátttöku í almennu lífi.
Ásgarðar Handverkstæðis verður opið frá kl. 9:00-12:00
Ásgarður Handverkstæði var stofnað 1993. Þar starfa nú 30 þroskahamlaðir einstaklingar ásamt 7 leiðbeinendum. Ásgarður er vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins, og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu. Þetta veitir einstaklingnum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði.
Við bjóðum fólk velkomið í heimsókn á opin hús að skoða fjölbreytta starfsemi sem þar fer fram, þar sem við gerum starfsemina sýnilega í nær umhverfinu.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur og að sjálfsögðu verður okkar fallega handverk til sölu.
Hlökkum til að sjá ykkur.