Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. maí 2015

    Laust er til um­sókn­ar starf í þjón­ustu- og sam­skipta­deild á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar. Verk­efna­stjóri skjala­vörslu og ra­f­rænn­ar þjón­ustu hef­ur fag­lega um­sjón með þró­un og notk­un skjala­vörslu­kerf­is og Íbúagátt­ar. Hann ber ábyrgð á dag­legri um­sýslu með er­indi og skjöl ásamt því að sjá um við­hald og mót­un á verklags­regl­um við mót­töku og með­ferð er­inda.

    Laust er til um­sókn­ar starf í þjón­ustu- og sam­skipta­deild á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar eru í Kjarna að Þver­holti 2 og þar starfa að jafn­aði um 45 manns.

    Í boði er hvetj­andi starfs­um­hverfi og haft að leið­ar­ljósi að vinnu­stað­ur­inn sé eft­ir­sókn­ar­verð­ur og að­lað­andi.

    Helstu verk­efni
    Verk­efna­stjóri skjala­vörslu og ra­f­rænn­ar þjón­ustu hef­ur fag­lega um­sjón með þró­un og notk­un skjala­vörslu­kerf­is og Íbúagátt­ar. Hann ber ábyrgð á dag­legri um­sýslu með er­indi og skjöl ásamt því að sjá um við­hald og mót­un á verklags­regl­um við mót­töku og með­ferð er­inda.
    Hann gegn­ir lyk­il­hlut­verki í ráð­gjöf og fræðslu til starfs­fólks um mál­efni tengd skjala­vörslu og ra­f­rænni stjórn­sýslu. Hann sér enn­frem­ur um kostn­að­ar­eft­ir­lit og tek­ur þátt í vinnu við gerð og inn­leið­ingu gæða­kerf­is.

    Mennt­un­ar- og hæfni­kröf­ur:

    • Há­skóla­mennt­un á sviði bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræði með áherslu á skjala­stjórn­un eða önn­ur há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi er áskilin.
    • Mjög góð al­hliða tölvu- og tæknikunn­átta er skil­yrði.
    • Mjög góð sam­skipta­hæfni, já­kvætt við­horf og lausnamið­uð hugs­un er skil­yrði.
    • Skipu­lags­hæfni, frum­kvæði og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um er skil­yrði.
    • Reynsla af notk­un ra­f­rænna skjala­vist­un­ar­kerfa er æski­leg.
    • Reynsla og/eða þekk­ing á gerð og inn­leið­ingu gæða­kerf­is er kost­ur.

    Um­sókn­ar­frest­ur er til 8. júní 2015.

    Um­sókn­ir ásamt starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréfi sem grein­ir frá ástæðu um­sókn­ar og rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið skulu berast á net­fang­ið mos[hja]mos.is.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir, mannauðs­stjóri í síma 896 4546.

    Um fram­tíð­ar­starf er að ræða.

    Öll­um um­sókn­um verð­ur svarað.

    Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og að­ild­ar­fé­laga BHM.

    Við hvetj­um karla jafnt sem kon­ur til að sækja um starf­ið.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00