Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda.
Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar.
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns.
Í boði er hvetjandi starfsumhverfi og haft að leiðarljósi að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður og aðlaðandi.
Helstu verkefni
Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda.
Hann gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks um málefni tengd skjalavörslu og rafrænni stjórnsýslu. Hann sér ennfremur um kostnaðareftirlit og tekur þátt í vinnu við gerð og innleiðingu gæðakerfis.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á skjalastjórnun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er áskilin.
- Mjög góð alhliða tölvu- og tæknikunnátta er skilyrði.
- Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði.
- Reynsla af notkun rafrænna skjalavistunarkerfa er æskileg.
- Reynsla og/eða þekking á gerð og innleiðingu gæðakerfis er kostur.
Umsóknarfrestur er til 8. júní 2015.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos[hja]mos.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri í síma 896 4546.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.