Kiwanisklúbbarnir í Mosfellsbæ, Mosfell og Geysir, í samstarfi við Eimskip afhentu á dögunum 1. bekkingum í grunnskólum bæjarins nýja hjálma.
Þetta hefur verið árlegur gjörningur síðustu ár og engin breyting þar á þótt umræðan og reglur í Reykjavík séu upp í loft.
„Mjög ánægjulegt er að sjá hvað krakkarnir eru glaðir og ánægðir og bíða spenntir á hverju voru eftir heimsókn frá okkur,“ segir Kristján Þór Ingvarsson forseti Kiwanisklúbbsins Mosfells. „Við afhentum um 155 hjálma í alla grunnskóla bæjarins, Varmár-, Lágafells- og Krikaskóla. Í framhaldi af afhendingu okkar hafa skólarnir verið með öryggisátak þar sem krökkunum er sýnd nauðsyn þess að hafa alltaf hjálm á höfði þegar hjólað er.“
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna