Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Skátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi. Kaffisala verður í Hlégarði, pylsusala á plani og sölutjöld.
Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.
Tengt efni
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Uppljómað Helgafell á Vetrarhátíð 2025