Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. júní 2015

    SAM­AN-hóp­ur­inn hef­ur um ára­bil hvatt for­eldra til að kynna sér regl­ur um úti­vist­ar­tíma barna og ung­linga og virða hann. Regl­ur um úti­vist­ar­tíma eru árs­tíð­ar­bundn­ar og taka breyt­ing­um 1. sept­em­ber og 1. maí ár hvert. Hóp­ur­inn legg­ur áherslu á að út­vist­ar­tím­inn taki samt sem áður miða af skóla­tíma að hausti því ein lyk­il­for­senda þess að börn­um og ung­ling­um farn­ist vel er næg­ur svefn. For­eldr­um er að sjálf­sögðu heim­ilt að stytta úti­vist­ar­tíma barna sinna enda eru þeir for­ráða­menn barna sinna og ung­linga.

    útivistatími

    Sum­ar­ið og tæki­færin 

    Sum­ar­ið er tím­inn! Sum­ar­ið er tími tæki­færa til að njóta svo margs. All­an vet­ur­inn bíð­um við eft­ir góða veðr­inu og löng­um dög­um og sum­arnótt­um. En þessi tími líð­ur alltaf ótrú­lega hratt. Það er því mik­il­vægt að staldra við og ákveða hvern­ig við nýt­um þenn­an dýr­mæta tíma.

    Við for­eldr­ar njót­um þeirra for­rétt­inda að bera ábyrgð á börn­un­um okk­ar a.m.k þar til þau eru 18 ára göm­ul. Við höf­um þenn­an tíma til að njóta sam­veru­stunda, fylgjast með þroska þeirra, leið­beina þeim og miðla gild­um. Þessi tími kem­ur ekki aft­ur, hann verð­ur ekki end­ur­tek­inn og ekki sett­ur í bið. Það er ekki eft­ir neinu að bíða, gríp­um tæki­fær­ið!

    Mik­il­vægi sam­veru­stunda fjöl­skyld­unn­ar fyr­ir þroska barna og vellíð­an er óum­deilt. Þau börn sem fá mik­inn stuðn­ing frá fjöl­skyld­unni, eru und­ir virku eft­ir­liti for­eldra og verja mikl­um tíma með þeim, líð­ur bet­ur,þeim geng­ur bet­ur í skóla og neyta síð­ur áfeng­is og ann­arra vímu­efna.

    Börn og ung­ling­ar vilja verja meiri tíma með for­eldr­um sín­um held­ur en þau eiga kost á í dag. Sum­ar­ið er tími tæki­færa fyr­ir for­eldra til að bæta um bet­ur og safna góð­um minn­ing­um með börn­um sín­um. Sund­ferð­ir, sam­töl, að borða sam­an, spila, ferð­ast sam­an og bara hanga sam­an, allt skipt­ir máli. Það skipt­ir máli að slaka á og njóta stund­ar­inn­ar. Það þarf ekki alltaf að skipu­leggja allt í smá­at­rið­um, alltaf. Stund­um detta frá­bær tæki­færi til sam­veru í fang­ið á okk­ur, þá er gott að geta grip­ið!

    Tek­ið af vef Sam­hóps­ins

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00