Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfsmál í Mosfellsbæ.
Fundurinn verður haldinn á Kaffihúsinu Álafossi við Álafossveg fimmtudaginn 11. júní kl. 17:00 – 19:00. Á dagskrá fundarins er kynning á umhverfisnefnd og umhverfissviði Mosfellsbæjar, því umhverfisstarfi sem fram fer í skólum bæjarins og að því loknu fara fram opnar umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ.
Fundurinn er öllum opinn.
Léttar veitingar í boði.
Tengt efni
Stóri Plokkdagurinn 30. apríl 2023
Með þátttöku í Stóra plokkdeginum vill Mosfellsbær taka virkan þátt í þessu metnaðarfulla umhverfisátaki sem fer fram undir merkjum félagsskaparins Plokk á Íslandi.
Þriggja ára plokkari
Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.