Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. maí 2015

    Leir­vogstungu­skóli not­ast við kennslu­að­ferð sem nefn­ist „Leik­ur að læra“, þar sem með­al ann­ars staf­ir og hljóð eru kennd í gegn­um leik og hreyf­ingu á skemmti­leg­an, líf­leg­an og ár­ang­urs­rík­an hátt. Börn­in fá að hand­fjatla stafi og hafa þá sýni­lega í um­hverf­inu. Kennslu­að­ferð­in „Leik­ur að læra“ hugs­ar náms­efn­ið út frá sjón­ar­horni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyf­ing hef­ur áhrif á hæfi­leik­ann til að varð­veita nýja þekk­ingu eða kunn­áttu og end­ur­heimta hana.

    Nám barna í leik­skóla ætti að mestu að fara fram í gegn­um leik. Það sama á við um málörvun. Marg­ar leið­ir eru til sem hægt er að nota í dag­legu starfi til að efla mál­þroska og orða­forða barna.

    Leir­vogstungu­skóli not­ast við kennslu­að­ferð sem nefn­ist „Leik­ur að læra“, þar sem með­al ann­ars staf­ir og hljóð eru kennd í gegn­um leik og hreyf­ingu á skemmti­leg­an, líf­leg­an og ár­ang­urs­rík­an hátt. Börn­in fá að hand­fjatla stafi og hafa þá sýni­lega í um­hverf­inu. Kennslu­að­ferð­in „Leik­ur að læra“ hugs­ar náms­efn­ið út frá sjón­ar­horni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyf­ing hef­ur áhrif á hæfi­leik­ann til að varð­veita nýja þekk­ingu eða kunn­áttu og end­ur­heimta hana.

    For­eldr­ar taka einn­ig þátt ásamt börn­un­um í kennslu­að­ferð­inni með því að leysa verk­efni tengd stafa­kennslu í fata­klefa á morgn­ana og nefn­ist það „Lær­um á leið inn“. Það hef­ur sýnt sig að sam­vinna for­eldra og skóla skil­ar ár­angri. Ann­að ár­ang­urs­ríkt og skemmti­legt kennslu­efni sem hægt er að not­ast við eru svo­kall­að­ir sögu­pok­ar.

    Sögu­pok­inn er taupoki með bók og leik­föng­um sem tengjast sög­un­um. Þeim er ætlað að örva lesskiln­ing yngstu barna í gegn­um lest­ur og leik. Þetta hjálp­ar börn­un­um að halda ein­beit­ingu á með­an ver­ið er að lesa bók­ina. Þau fá að hand­fjatla leik­föng­in og sag­an verð­ur því raun­veru­legri. Einn­ig læra þau að skipt­ast á og bíða. Þetta er einn­ig ein­stakt tæki­færi til að gefa börn­un­um færi til að tjá sig og skapa um­ræð­ur.

    Það sem við get­um gert til að efla mál­þroska barna í dag­legu lífi er að vekja at­hygli á stór­um sem smá­um hlut­um í um­hverf­inu. Skapa um­ræðu í kring­um það sem vek­ur at­hygli barns­ins. Eiga sam­ræð­ur við mat­ar­borð­ið, í bíln­um eft­ir leik­skóla. Setja orð á at­hafn­ir, end­ur­taka orð og setn­ing­ar á rétt­an hátt.

    Á mynd má sjá Lín­ey Ólafs­dótt­ir að­stoð­ar­leik­skóla­stjóra og Freyju Hrönn Svein­björns­dótt­ir þroska­þjálfa.

    (Mos­fell­ing­ur)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00