Leirvogstunguskóli notast við kennsluaðferð sem nefnist „Leikur að læra“, þar sem meðal annars stafir og hljóð eru kennd í gegnum leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Börnin fá að handfjatla stafi og hafa þá sýnilega í umhverfinu. Kennsluaðferðin „Leikur að læra“ hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurheimta hana.
Nám barna í leikskóla ætti að mestu að fara fram í gegnum leik. Það sama á við um málörvun. Margar leiðir eru til sem hægt er að nota í daglegu starfi til að efla málþroska og orðaforða barna.
Leirvogstunguskóli notast við kennsluaðferð sem nefnist „Leikur að læra“, þar sem meðal annars stafir og hljóð eru kennd í gegnum leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Börnin fá að handfjatla stafi og hafa þá sýnilega í umhverfinu. Kennsluaðferðin „Leikur að læra“ hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurheimta hana.
Foreldrar taka einnig þátt ásamt börnunum í kennsluaðferðinni með því að leysa verkefni tengd stafakennslu í fataklefa á morgnana og nefnist það „Lærum á leið inn“. Það hefur sýnt sig að samvinna foreldra og skóla skilar árangri. Annað árangursríkt og skemmtilegt kennsluefni sem hægt er að notast við eru svokallaðir sögupokar.
Sögupokinn er taupoki með bók og leikföngum sem tengjast sögunum. Þeim er ætlað að örva lesskilning yngstu barna í gegnum lestur og leik. Þetta hjálpar börnunum að halda einbeitingu á meðan verið er að lesa bókina. Þau fá að handfjatla leikföngin og sagan verður því raunverulegri. Einnig læra þau að skiptast á og bíða. Þetta er einnig einstakt tækifæri til að gefa börnunum færi til að tjá sig og skapa umræður.
Það sem við getum gert til að efla málþroska barna í daglegu lífi er að vekja athygli á stórum sem smáum hlutum í umhverfinu. Skapa umræðu í kringum það sem vekur athygli barnsins. Eiga samræður við matarborðið, í bílnum eftir leikskóla. Setja orð á athafnir, endurtaka orð og setningar á réttan hátt.
Á mynd má sjá Líney Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóra og Freyju Hrönn Sveinbjörnsdóttir þroskaþjálfa.