Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. júní 2015

Út­skrift­ar­há­tíð Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ fór fram föstu­dag­inn 29. maí síð­ast­lið­inn við há­tíð­lega at­höfn í nýju hús­næði skól­ans við Há­holt 35 í Mos­fells­bæ.

Alls voru 18 nem­end­ur braut­skráð­ir en sex náms­braut­ir eru við skól­ann og er fjöldi nem­enda um þrjúhundruð og sex­tíu. Braut­skráð­ir voru tólf stúd­ent­ar af fé­lags- og hug­vís­inda­braut, fimm stúd­ent­ar af nátt­úru­vís­inda­braut og einn stúd­ent af op­inni stúd­ents­braut. Út­skrift­ar­nem­end­um voru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir góð­an náms­ár­ang­ur.

Dúx Fram­halds­skól­ans FMOS er Sús­anna Katarína Sand Guð­munds­dótt­ir. Veitti Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, full­trúi bæj­ar­stjórn­ar, henni við­ur­kenn­ingu frá Mos­fells­bæ fyr­ir hæstu ein­kunn á stúd­ents­prófi. Li­ons­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar veitti Súsönnu Katarínu verð­laun fyr­ir góð­an ár­ang­ur í raun­grein­um. Sús­anna Katarína fékk einnig við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir góð­an ár­ang­ur í líf­fræði, ensku og spænsku.

Í sam­tali við Súsönnu sagði hún: „Ég er les­blind þannig að ég þurfti að leggja tals­vert á mig og þurfti að lesa text­ana oft­ar en einu sinni. Mín les­blinda lýs­ir sér þannig að stund­um missi ég úr nokk­ur orð í texta. Mér fannst æð­is­legt að vera í svona litl­um skóla. Þetta var bara ótrú­lega gam­an og mað­ur þekk­ir kenn­ar­ana rosa­lega vel og það eru all­ir mjög nán­ir og þetta er eins og stór fjöl­skylda. Í haust er stefn­an sett á frek­ara nám er­lend­is í dýra­lækn­ing­um með sér­svið á hesta­lækn­ing­ar“ sagði hún jafn­framt.

Birg­ir Hrafn Birg­is­son fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í heim­speki og kvik­mynda­fræði. Ragn­hild­ur Io­ana Guð­munds­dótt­ir fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í Éss – Ég, skól­inn og sam­fé­lag­ið, og Signý Har­alds­dótt­ir fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í list­grein­um.

Fyr­ir störf í þágu nem­enda­fé­lags­ins fengu Erl­ing­ur Örn Árna­son, Ragn­hild­ur Io­ana Guð­munds­dótt­ir og Tinna Sif Guð­munds­dótt­ir við­ur­kenn­ingu.

Mynd 1: Sús­anna Katarína Sand Guð­munds­dótt­ir.
Mynd 2: Verð­launa­haf­ar.
Mynd 3: Út­skrift­ar­hóp­ur­inn með Guð­rúnu Guð­jóns­dótt­ur, að­stoð­ar­skóla­meist­ara og Guð­björgu Að­al­bergs­dótt­ur, skóla­meist­ara .

Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ var stofn­að­ur haust­ið 2009. Skól­inn var starf­rækt­ur fyrstu tvö árin í Brú­ar­landi, elsta skóla­húsi Mos­fells­bæj­ar. Ný skóla­bygg­ing að Há­holti 35 var tek­in í notk­un í janú­ar 2014. Bygg­ing­in er um 4000 m2 og þyk­ir mjög vel heppn­uð, bæði hvað varð­ar að­lað­andi út­lit og hversu vel kennslu­rým­in styðja við kennslu­hætti skól­ans.

Í skól­an­um rík­ir heim­il­is­legt og já­kvætt and­rúms­loft. Skóla­brag­ur FMOS ein­kenn­ist af góð­um sam­skipt­um nem­enda og starfs­fólks. Nem­end­ur hafa greið­an að­gang að kenn­ur­um, m.a. í verk­efna­tím­um sem eru opn­ar vinnu­stof­ur á skóla­tíma. Til að vinna að þessu er í skól­an­um öfl­ug náms- og starfs­ráð­gjöf og virkt stoð­kerfi fyr­ir nem­end­ur.

Tengt efni