Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. maí 2015

Menn­ing­ar­vor­ið var nú skipu­lagt í sjötta sinn.

Fjöl­hæf­ir og vin­sæl­ir lista­menn eiga stór­an þátt í vel heppn­uð­um við­burði og er þeim öll­um þakkað af hjarta. Menn­ing­ar­vori 2015 í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar er nú lok­ið.

Hita og þunga af skipu­lagi og fram­kvæmd ber starfs­hóp­ur Menn­ing­ar­vors. Hann skip­uðu Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son klar­in­ettu­leik­ari, Marta Hild­ur Richter for­stöðu­mað­ur Bóka­safns­ins, Atli Guð­munds­son skóla­stjóri Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar og María Guð­munds­dótt­ir full­trúi Leik­fé­lags Mos­fells­sveit­ar. Þeim er þakkað óeig­ingjarnt og metn­að­ar­fullt starf.

Menn­ing­ar­vor­ið 2015 skart­aði glæsi­leg­um flytj­end­um tals og tóna og geta Mos­fell­ing­ar ver­ið stolt­ir af öllu þessu hæfi­leika­ríka fólki. Sam­tals sóttu um 600 manns Menn­ing­ar­vor­ið að þessu sinni eða að með­al­tali 200 manns hvert kvöld. Gest­ir lýstu ánægju sinni með dag­skrána öll kvöld­in og ljóst er að Menn­ing­ar­vor­ið er kom­ið til að vera.

Fyrsta kvöld­ið nefnd­ist Ég er söngv­ari – nær­mynd af Guð­rúnu Tóm­as­dótt­ur söng­konu. Svo skemmti­lega vildi til að Guð­rún varð ní­ræð dag­inn áður. Bjarki Bjarna­son spjall­aði við Guð­rúnu um lífs­hlaup­ið og tón­list­ina. Inn í milli flétt­uð­ust svo tón­list­ar­at­riði sem tengd­ust ævi­skeiði henn­ar. Ein­vala­lið tón­list­ar­manna tók þátt í við­burð­in­um sem hófst með söng Vor­boð­anna und­ir stjórn Páls Helga­son­ar. Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir (Diddú) söng ein­söng, fyrst við und­ir­leik Guðnýj­ar Guð­munds­dótt­ur fiðlu­leik­ara og síð­an við und­ir­leik Önnu Guðnýj­ar Guð­munds­dótt­ur pí­anó­leik­ara.

Kvartett ungra kvenna úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar söng eitt lag, þær Ás­gerð­ur Elín Magnús­dótt­ir, Birta Reyn­is­dótt­ir, Guð­rún Ýr Eyfjörð og Þóra Björg Ingi­mund­ar­dótt­ir. Þá sungu þær sam­an Guð­rún og Diddú við und­ir­leik Önnu Guðnýj­ar.

Diddú, Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir pí­anó­leik­ari og Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son klar­in­ettu­leik­ari fluttu lag og enda­hnút­inn ráku þau Guðný Guð­munds­dótt­ir fiðlu­leik­ari, Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari og Hauk­ur Guð­laugs­son pí­anó­leik­ari.

Guð­rún bauð svo gest­um upp á kaffi og kök­ur í lok dag­skrár.

Næsta dagskrá Menn­ing­ar­vors bar yf­ir­skrift­ina Dalskrón­íka, Mos­fell – frá Agli Skalla­gríms­syni til Stefáns Þor­láks­son­ar.

Björn Þrá­inn Þórð­ar­son fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs Mos­fells­bæj­ar sagði frá forn­leifa­upp­greftri á Hrís­brú og tengdi við Eg­ils sögu. Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar und­ir stjórn Birg­is Sig­urðs­son­ar flutti frum­samda þætti úr Inn­ansveit­ar­krón­íku og úr lífi Stefáns Þor­láks­son­ar sem bjó í Reykja­hlíð og síð­ar Reykja­dal. Það var fyr­ir erfðafé Stefáns sem Mos­fells­kirkja hin nýrri var byggð.

Kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar söng und­ir stjórn Arn­hild­ar Val­garðs­dótt­ur, Sigrún Harð­ar­dótt­ir lék á fiðlu og Diddú tók lag­ið. Auk þess bauð blást­urs­sveit­in Brak og brest­ir gesti vel­komna með sum­ar­leg­um tón­um.

Þá opn­aði Marta María Hálf­dán­ar­dótt­ir, Helga­son­ar prests á Mos­felli, glerl­ista­sýn­ingu í fyrr­um þjón­ustu­veri bæj­ar­ins.

Þriðja og síð­asta dag­skrá­in var til­einkuð Kven­fé­lagi Lága­fells­sókn­ar og 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar kvenna, og nefnd­ist Áfram stelp­ur! Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar flutti þætti úr sögu Kven­fé­lags­ins og tónlist fluttu Kjart­an Valdemars­son og syst­urn­ar Dísella, Ingi­björg og Þór­unn Lár­us­dæt­ur. Á eft­ir bauð Kven­fé­lag­ið upp á glæsi­legt kaffi­hlað­borð í Lista­sal, þar sem fólk spjall­aði og naut veit­inga.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00