Starfsemi Ásgarðs í Kvosinni efld
Mosfellsbær og Ásgarður handverkstæði hafa skrifað undir samning um að hinn síðarnefndi taki á leigu Álafossveg 10 gegn því að gerðar verði endurbætur á húsnæðinu.
Íris Eva vann gull á Smáþjóðaleikunum 2015
Mosfellingurinn Íris Eva Einarsdóttir vann til gullverðlauna í loftriffilkeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum sem hófust nú í vikunni.
Kristján Þór sigraði á Smáþjóðaleikunum
Mosfellingurinn Kristján Þór Einarsson, afrekskylfingur, lék afar vel á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru 1. – 6. júní.
Hátíð í miðborg Reykjavíkur á aldarafmæli kosningaréttar kvenna
Senn líður að stórhátíð í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna.
Gæsluvöllur Mosfellsbæjar
Gæsluvöllur verður opinn frá 10. júlí til 06. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Opnunartími vallarins er frá 9.00 – 12.00 og frá 13.00 – 16.00. Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða – 6 ára aldurs. Gjaldið er kr. 170 fyrir klst. og þurfa börnin að koma með nesti með sér. Hægt er að kaupa 20 miða/klst. kort á kr. 3.200. Gæsluvöllurinn er staðsettur við Kjarna og er aðkoma að vellinum frá Kjarna, neðra plani. Sjáumst á Gæsló í sumar
Stuðningur Mosfellsbæjar við íþróttir- og tómstundir í tölum.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrki Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundafélaga í bæjarfélaginu frá 2011 til ársins í ár. Markmiðið er að tryggja að íbúar hafi sem bestar upplýsingar um framlög bæjarins til íþrótta- og tómstundastarfs á hverjum tíma og í því ljósi er einnig hægt að sækja gögnin og skoða frekar á vef DATA-MARKET.
Glæsileg útskriftarhátíð nemenda í FMOS 29. maí 2015
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Útivistartími barna og ungmenna
SAMAN-hópurinn hefur um árabil hvatt foreldra til að kynna sér reglur um útivistartíma barna og unglinga og virða hann. Reglur um útivistartíma eru árstíðarbundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. Hópurinn leggur áherslu á að útvistartíminn taki samt sem áður miða af skólatíma að hausti því ein lykilforsenda þess að börnum og unglingum farnist vel er nægur svefn. Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.
Árlegt Álafosshlaup 12. júní 2015
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stendur fyrir hinu árlega Álafosshlaupi þann 12. júní kl. 18:00.
Opinn fundur umhverfisnefndar 11. júní 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfsmál í Mosfellsbæ.
Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2015
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ 13. júní
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 13. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið er í Mosfellsbæ hefst 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.
Síðustu forvöð að senda inn tilnefningu á bæjarlistamanni 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur menningarstyrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina.
Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða
Markmið deiliskipulagsins er annars vegar að skilgreina lóð fyrir nýjan skóla fyrir elstu árganga leikskólastigs og yngstuárganga grunnskóla, og hinsvegar að festa í skipulagi aðkomu og bílastæði fyrir golfvöllinn Hlíðarvöll.
Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu
Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda.
Sláttur hafinn í Mosfellsbæ
Sláttur hófst í Mosfellsbæ í dag í sól og ágætis veðri. Vorhreinsunarátak hefur staðið yfir í Mosfellsbænum fyrripart maí mánaðar með aðstoð íbúa og félagasamtaka. Götur og göngustígar hafa verið sópaðir og má segja að bærinn sé að komast í sumarbúning
Dagur góðra verka - opin hús á handverkstæðum
Föstudaginn 22. maí er kynningardagur “Dagur góðra verka” hjá Hlutverk,samtökum um vinnu og verkþjálfun.Tilgangur er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki,stofnanir,félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga-og fræðsluskyni varðandi atvinnumála fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.
Skólakór Varmárskóla á Landsmóti barnakóra 2015
Skólakór Varmárskóla tók þátt í Landsmóti barnakóra sem fram fór á Húsavík 1. – 3. maí.
Vortónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 6. - 30. maí 2015
Árlegir vortónleikar eru hjá Listaskóla Mosfellsbæjar um þessar mundir.
Hreyfum okkur saman
Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir verða í boði á miðvikudögum í sumar. Hlaup með Mosóskokk, fjallaganga á Úlfarsfell, hjólaferð, ganga um fallegar slóðir og frisbígolf með Steinda Jr. Taktu þátt og hreyfum okkur saman í Heilsueflandi samfélagi.