Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júní 2015

Mos­fell­ing­ur­inn Kristján Þór Ein­ars­son, af­rek­skylf­ing­ur, lék afar vel á Smá­þjóða­leik­un­um sem fram fóru 1. – 6. júní.

Kristján lék hring­ina fjóra á alls 6 högg­um und­ir pari og sigr­aði mót­ið með 4 högg­um. Kristján setti glæsi­legt vall­ar­met á þriðja hring þeg­ar hann lék á 64 högg­um eða 7 högg­um und­ir pari.

Ís­lenska karla­lið­ið sigr­aði í liða­keppn­inni með mikl­um yf­ir­burð­um eða 31 höggi. Lið Ís­lands skip­uðu ásamt Kristjáni þeir Har­ald­ur Frank­lín Magnús og Andri Þór Björns­son.

Kvenna­lið Ís­lands hafði einn­ig mikla yf­ir­burði í mót­inu og sigr­aði með 33 högg­um í liða­keppn­inni. Guð­rún Brá Björg­vins­dótt­ir sigr­aði ein­stak­lingskeppni kvenna með 3 högg­um.

Ósk­um Kristjáni Þór og öðr­um liðs­mönn­um ís­lensku lið­anna inni­lega til ham­ingju með sig­ur­inn.

Ís­lend­ing­ar á toppi verð­launa­töfl­unn­ar á ný

Ís­lend­ing­ar eru efst­ir á verð­launa­töfl­unni eft­ir keppni á Smá­þjóða­leik­un­um 2015. Ís­land tryggði sér 115 verð­laun, þar af 38 gull, 46 silf­ur og 31 brons.Ís­lend­ing­ar voru sig­ur­sæl­ir á heima­velli og settu mörg Ís­lands­met og móts­met.

Smá­þjóða­leik­arn­ir 2015

Ný­af­staðn­ir Smá­þjóða­leik­ar 2015 eru þeir sextándu í sögu leik­anna en þeir fyrstu voru árið 1985 í San Marínó. Að þessu sinni fóru þeir fram á Ís­landi eins og áður sagði dag­ana 1. – 6. júní. Keppt var í ell­efu íþrótta­grein­um. Þær voru frjálsí­þrótt­ir, sund, júdó, skotí­þrótt­ir, tenn­is, borð­tenn­is, körfuknatt­leik­ur, blak, strand­blak, áhaldafim­leik­ar og golf.

Fim­leik­ar og golf eru val­grein­ar á leik­un­um 2015, en sú þjóð sem held­ur leik­ana get­ur val­ið tvær keppn­is­grein­ar. Það er í fyrsta skipti sem keppt var í golfi á Smá­þjóða­leik­um.

Þátt­töku­rétt á Smá­þjóða­leik­un­um eiga þjóð­ir með íbúa­tölu und­ir einni millj­ón. Þess­ar þjóð­ir eru: Andorra, Ís­land, Kýp­ur, Liechten­stein, Lúx­em­borg, Malta, Mónakó og San Marínó, og hafa þær ver­ið með allt frá byrj­un.Svart­fjalla­land tók þátt á leik­un­um árið 2011 í fyrsta sinn og eru því þátt­töku­þjóð­irn­ar nú níu tals­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00