Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júní 2015

Senn líð­ur að stór­há­tíð í til­efni af ald­araf­mæli kosn­inga­rétt­ar kvenna.

Þétt­skip­uð dagskrá í Reykja­vík 19. júní 2015 hef­ur lit­ið dags­ins ljós og ljóst er að all­ir geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi.

Gef­ið frí eft­ir há­degi 19. júní

Starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar verð­ur veitt frí eft­ir há­degi þann 19. júní til að fagna 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna. Þetta er ákvörð­un sem tekin hef­ur ver­ið eft­ir hvatn­ing­ar­orð frá Rík­is­stjórn Ís­lands sem hef­ur hvatt vinnu­veit­end­ur, jafnt á al­menn­um vinnu­mark­aði sem og hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, til að gera starfs­mönn­um sín­um kleift að taka þátt í skipu­lögð­um há­tíð­ar­höld­um þenn­an dag. Stofn­an­ir bæj­ar­ins verða því lok­að­ar eft­ir há­degi 19. júní. Tryggt verð­ur þó að þjón­usta er varð­ar ör­yggi og grunn- og neyð­ar­þjón­ustu við íbúa verði veitt.

Mos­fells­bær hef­ur tek­ið virk­an þátt í að vekja at­hygli á 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna. Kona mán­að­ar­ins verð­ur út­nefnd allt árið og vakin at­hygli á henn­ar verk­um og áhrif­um í sam­fé­lag­inu. Þær kon­ur sem nú þeg­ar hafa ver­ið út­nefnd­ar eru:

  • Ólafía Jó­hanns­dótt­ir (1863-1924)
    Ólafía er þekkt sem fyrsti fé­lags­ráð­gjaf­inn og oft nefnd móð­ir Th­eresa Ís­lands. Hún var í far­ar­broddi í kven­rétt­inda­mál­um á Ís­landi á sín­um tíma, stofn­aði fé­lög og barð­ist fyr­ir rétt­ind­um kyn­systra sinna.
  • Birta Fróða­dótt­ir (1919-1975)
    Birta fædd­ist í Dan­mörku en flutti til Ís­lands og bjó á Dals­garði í Mos­fells­dal. Hún var hús­gagna­smið­ur og inn­an­hús­arki­tekt.
  • Klara Klængs­dótt­ir (1920-2011)
    Hún út­skrif­að­ist frá Kenn­ara­skóla Ís­lands árið 1939 og hóf það haust  kennslu við Brú­ar­lands­skóla. Klara starf­aði við Brú­ar­lands­skóla og  síð­ar Varmár­skóla all­an sinn starfs­ald­ur. Ætla má að Klara hafi kennt  fleiri Mos­fell­ing­um að lesa en nokk­ur ann­ar kenn­ari í sveit­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00