Senn líður að stórhátíð í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna.
Þéttskipuð dagskrá í Reykjavík 19. júní 2015 hefur litið dagsins ljós og ljóst er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Gefið frí eftir hádegi 19. júní
Starfsmönnum Mosfellsbæjar verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Þetta er ákvörðun sem tekin hefur verið eftir hvatningarorð frá Ríkisstjórn Íslands sem hefur hvatt vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gera starfsmönnum sínum kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þennan dag. Stofnanir bæjarins verða því lokaðar eftir hádegi 19. júní. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.
Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í að vekja athygli á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Kona mánaðarins verður útnefnd allt árið og vakin athygli á hennar verkum og áhrifum í samfélaginu. Þær konur sem nú þegar hafa verið útnefndar eru:
- Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía er þekkt sem fyrsti félagsráðgjafinn og oft nefnd móðir Theresa Íslands. Hún var í fararbroddi í kvenréttindamálum á Íslandi á sínum tíma, stofnaði félög og barðist fyrir réttindum kynsystra sinna. - Birta Fróðadóttir (1919-1975)
Birta fæddist í Danmörku en flutti til Íslands og bjó á Dalsgarði í Mosfellsdal. Hún var húsgagnasmiður og innanhúsarkitekt. - Klara Klængsdóttir (1920-2011)
Hún útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf það haust kennslu við Brúarlandsskóla. Klara starfaði við Brúarlandsskóla og síðar Varmárskóla allan sinn starfsaldur. Ætla má að Klara hafi kennt fleiri Mosfellingum að lesa en nokkur annar kennari í sveitinni.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði