Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júní 2015

Mos­fells­bær og Ás­garð­ur hand­verk­stæði hafa skrif­að und­ir samn­ing um að hinn síð­ar­nefndi taki á leigu Ála­fossveg 10 gegn því að gerð­ar verði end­ur­bæt­ur á hús­næð­inu.

Ála­foss­veg­ur 10 er í dag­legu tali kallað Rauða hús­ið og er í eigu bæj­ar­ins. For­svars­menn Ás­garðs hafa lengi leitað leiða til að efla starf­sem­ina og veita fleiri starfs­mönn­um vinnu. Ás­garð­ur er vernd­að­ur vinnu­stað­ur og þar starfa þroska­skert­ir ein­stak­ling­ar við fram­leiðslu á leik­föng­um og hús­bún­aði.

Fjöl­marg­ir eru á bið­lista hjá Ás­garði, en sjald­gæft er að pláss losni.

Með samn­ingn­um munu bæt­ast við átta hálfs­dags stöðu­gildi í Ás­garði og er hug­mynd­in að nýta m.a. vinnu­afl þeirra starfs­manna sem til þess eru fær­ir við að gera hús­ið upp. Rauða hús­ið er orð­ið lé­legt og vart boð­legt í nú­ver­andi mynd en und­an­farin ár hef­ur Aft­ur­eld­ing haft af­not að því fyr­ir íþrótta­fólk.

Ás­garð­ur hef­ur átt gott sam­st­arf við ýms­ar stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar. Með­al ann­ars hef­ur sam­st­arf við bæði leik- og grunn­skól­ana auk­ist und­an­farin ár.

Mynd 1. Ála­foss­veg­ur 10.
Mynd 2. Gunn­ar Jóns­son, nýj­asti starfs­mað­ur­inn í Ás­garði, tek­ur við lykl­un­um að hús­inu úr hönd­um Har­ald­ar bæj­ar­stjóra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00