Mosfellsbær og Ásgarður handverkstæði hafa skrifað undir samning um að hinn síðarnefndi taki á leigu Álafossveg 10 gegn því að gerðar verði endurbætur á húsnæðinu.
Álafossvegur 10 er í daglegu tali kallað Rauða húsið og er í eigu bæjarins. Forsvarsmenn Ásgarðs hafa lengi leitað leiða til að efla starfsemina og veita fleiri starfsmönnum vinnu. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa þroskaskertir einstaklingar við framleiðslu á leikföngum og húsbúnaði.
Fjölmargir eru á biðlista hjá Ásgarði, en sjaldgæft er að pláss losni.
Með samningnum munu bætast við átta hálfsdags stöðugildi í Ásgarði og er hugmyndin að nýta m.a. vinnuafl þeirra starfsmanna sem til þess eru færir við að gera húsið upp. Rauða húsið er orðið lélegt og vart boðlegt í núverandi mynd en undanfarin ár hefur Afturelding haft afnot að því fyrir íþróttafólk.
Ásgarður hefur átt gott samstarf við ýmsar stofnanir Mosfellsbæjar. Meðal annars hefur samstarf við bæði leik- og grunnskólana aukist undanfarin ár.
Mynd 1. Álafossvegur 10.
Mynd 2. Gunnar Jónsson, nýjasti starfsmaðurinn í Ásgarði, tekur við lyklunum að húsinu úr höndum Haraldar bæjarstjóra.
Tengt efni
Áframhaldandi samstarf við Ásgarð
Í dag var skrifað undir áframhaldandi samning milli Ásgarðs handverkstæðis og Mosfellsbæjar um hæfingartengda þjónustu Ásgarðs til fatlaðra íbúa Mosfellsbæjar.
Jólamarkaður Ásgarðs Handverkstæðis fellur niður vegna fjöldatakmarkana
Áður auglýstur jólamarkaður Ásgarðs sem átti að fara fram laugardaginn 5. desember á milli kl. 10:00 – 17:00 fellur niður.
Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður
Nýverið var endurnýjaður þjónustusamningur milli Ásgarðs – handverkstæðis og Mosfellsbæjar um verndaða vinnu og hæfingu fatlaðs fólks á árunum 2018-2022.