Slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi lóðar fyrir Slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut, sem samþykkt var 7. apríl 2010.
Dagur tónlistarskólanna 26. febrúar
Í tilefni af Degi tónlistaskólanna bjóða söngnemendur Listaskólans í Mosfellsbæ upp á tónleika með lögum Jóns Múla Árnasonar í Safnaðarheimili Lágafellssóknar við Þverholt laugardaginn 26. febrúar klukkan 14:00.
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu og lenti í 13. sæti af 66 sveitarfélögum sem tóku þátt nú í ár. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem landsmenn eru hvattir til stunda daglega hreyfingu af ýmsu tagi sér til heilsubótar og fór fram dagana 2.-22. febrúar.
Að tala saman um erfið mál - Opið hús í kvöld
Á opnu húsi Skólaskrifstofunnar í kvöld, miðvikudagskvöld kl 20-21, verður fjallað um áföll í fjölskyldum, svo sem skilnað og önnur áföll, og hvernig heppilegast er að umgangast börn í því sambandi. Tekin verða dæmi um slíkar aðstæður, viðbrögð barna og fullorðinna.
Mosfellsbær mætir Akureyri í Útsvari í kvöld
Lið Mosfellsbæjar mætir liði Akureyrar í átta liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvar sem fer fram í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld kl. 20:10.
Könnun um þátttöku í málefnum sveitarfélagsins
Mosfellsbær hrindir nú af stað könnun um hvernig virkja megi íbúa til frekari þátttöku í málefnum sveitarfélagsins. Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt og láta þannig í ljós vilja sinn um hvernig samráði er best háttað.
Kærleikshelgi framundan
Skemmtileg og hamingjurík kærleiksvika er framundan í Mosfellsbæ og lýkur Kærleiksviku á sunnudagskvöld með kærleiksmessu í Lágafellskirkju þar sem Mosfellingurinn Jógvan Hansen syngur um ástina og kærleikann.
Prjónað og sungið í Lágafellslaug í tilefni af Kærleiksviku
Kærleiksvika í Mosfellsbæ stendur nú yfir í annað sinn með fjölbreyttum viðburðum um allan bæ.
Opin vika í Listaskólanum 14. - 17. febrúar 2011
Þá er ekki hefðbundin kennsla, nema í tónfræðagreinum, en nemendur halda tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess þrenna tónleika í Listasal Mosfellsbæjar.
Kærleiksvikan hefst í dag
Kærleiksvika verður nú haldin í annað sinn þar sem kærleikurinn er ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá í boði. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik.
Bókabúgí
Bókverkasýning í Bókasafni Mosfellsbæjar.Verkin eru unnin af Málfríði Finnbogadóttur úr afskrifuðum bókum og blöðum. Þetta er afar sérstök sýning sem Mosfellingar ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Reiðnámskeið fyrir fötluð börn og ungmenni
Fötluðum börnum og ungmennum sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku gefst nú tækifæri til að sækja reiðnámskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.
Mosfellsbær og Kjósarhreppur eitt þjónustusvæði vegna þjónustu við fatlað fólk
Þjónustuver Mosfellsbæjar flutt á 2. hæð
Stórskemmtilegt smalamót til styrktar krabbameinssjúkum börnum
Stórskemmtilegt smalamót veðrur haldið í Harðarreiðhöllinni næstkomandi laugardag kl. 13.00 og rennur aðgangseyrir til félags krabbameinssjúkra barna. Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt.
Afturelding stendur sig vel í frjálsum
Frjálsíþróttafólk úr Aftureldingu stóð sig vel á hinu árlega Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var um síðustu helgi.
Rangt farið með staðreyndir í Pressufrétt um systkinaafslátt
Rangt var farið með staðreyndir í frétt sem birtvar á vefmiðlinum Pressunni í gær um systkinaafslátt í Mosfellsbæ. Í henni er því haldið framað tvíburar njóti ekki sömu þjónustu og önnur systkini í Mosfellsbæ.Þetta er alrangt.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2010
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöld.
Steindi Jr. valinn Mosfellingur ársins 2010
Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Steinda Jr. sem Mosfelling ársins.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2010
Fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 20:00 verður haldið hóf í íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttafólks Mosfellsbæjar árið 2010.