Skemmtileg og hamingjurík kærleiksvika er framundan í Mosfellsbæ og lýkur Kærleiksviku á sunnudagskvöld með kærleiksmessu í Lágafellskirkju þar sem Mosfellingurinn Jógvan Hansen syngur um ástina og kærleikann.
Skemmtileg kærleiksvika er framundan í Mosfellsbæ og lýkur Kærleiksviku á sunnudagskvöld með kærleiksmessu í Lágafellskirkju þar sem Mosfellingurinn Jógvan Hansen syngur um ástina og kærleikann.
Í dag, föstudag, verður kósí fjölskyldustemmning í Lágafellslaug og opinn Zumpa tími í stóra salnum. Laugardagurinn er fjölskyldudagur þar sem allir eru hvattir til að fara í heimsókn til vina og vandamanna og dreifa kærleik.
Dagskrá helgarinnar:
Föstudagur 18. febrúar
Kl 18:00 – Kósí fjölskyldustemming í Lágafellslaug. Opinn Zumba tími í stóra salnum allir velkomnir.
Laugardagur 19. febrúar
Fjölskyldudagur, fólk hvatt til að fara í heimsókn til vina og vandamanna og dreifa kærleik.
Sunnudagur 20.febrúar
Kl 20 – Taize guðþjónusta í Lágafellskirkju, Jógvan Hansen syngur um ástina og kærleikann.