Kærleiksvika í Mosfellsbæ stendur nú yfir í annað sinn með fjölbreyttum viðburðum um allan bæ.
Í kvöld kl. 18 verður kærleiksstund í Lágafellslaug. Sönghópurinn Stöllurnar flytur kærleiksrík lög í Lágafellslaug og Prjónaklúbbur Mosfellsbæjar hittist og prjónar. Öll velkomin með prjónana og/eða sundfötin.
Kl. 20 verður kynning á Lútherskri hjónahelgi í Safnaðarheimilinu undir yfirskriftinni: Að gera gott hjónaband betra.
Mosfellingar eru hvattir til að leggja sig fram um að sýna hver öðrum kærleik alla vikuna.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.