Kærleiksvika í Mosfellsbæ stendur nú yfir í annað sinn með fjölbreyttum viðburðum um allan bæ.
Í kvöld kl. 18 verður kærleiksstund í Lágafellslaug. Sönghópurinn Stöllurnar flytur kærleiksrík lög í Lágafellslaug og Prjónaklúbbur Mosfellsbæjar hittist og prjónar. Öll velkomin með prjónana og/eða sundfötin.
Kl. 20 verður kynning á Lútherskri hjónahelgi í Safnaðarheimilinu undir yfirskriftinni: Að gera gott hjónaband betra.
Mosfellingar eru hvattir til að leggja sig fram um að sýna hver öðrum kærleik alla vikuna.
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.