Kærleiksvika í Mosfellsbæ stendur nú yfir í annað sinn með fjölbreyttum viðburðum um allan bæ.
Í kvöld kl. 18 verður kærleiksstund í Lágafellslaug. Sönghópurinn Stöllurnar flytur kærleiksrík lög í Lágafellslaug og Prjónaklúbbur Mosfellsbæjar hittist og prjónar. Öll velkomin með prjónana og/eða sundfötin.
Kl. 20 verður kynning á Lútherskri hjónahelgi í Safnaðarheimilinu undir yfirskriftinni: Að gera gott hjónaband betra.
Mosfellingar eru hvattir til að leggja sig fram um að sýna hver öðrum kærleik alla vikuna.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos