Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. febrúar 2011

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Guð­mund­ur Dav­íðs­son, odd­viti Kjós­ar­hrepps, hafa ritað und­ir sam­komulag um að Mos­fells­bær og Kjós sé eitt þjón­ustu­svæði fyr­ir fatlað fólk.

Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar hef­ur því tek­ið að sér að veita íbú­um og fé­lags­mála­nefnd Kjós­ar­hrepps fé­lags­þjón­ustu og aðra lög­bundna fé­lags­lega þjón­ustu – þar á með­al þjón­ustu við fatlað fólk, sem færð­ist yfir til sveit­ar­fé­lag­anna frá rík­inu um síð­ustu ára­mót.

Starfs­menn fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar ann­ast verk­efni fé­lags­þjón­ustu fyr­ir Kjós­ar­hrepp und­ir stjórn fram­kvæmda­stjóra þess. Helstu verk­efni eru fé­lags­leg ráð­gjöf, móttaka og úr­vinnsla um­sókna um fjár­hags­að­stoð, fé­lags­lega heima­þjón­usta og húsa­leigu­bæt­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00