Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðmundur Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, hafa ritað undir samkomulag um að Mosfellsbær og Kjós sé eitt þjónustusvæði fyrir fatlað fólk.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hefur því tekið að sér að veita íbúum og félagsmálanefnd Kjósarhrepps félagsþjónustu og aðra lögbundna félagslega þjónustu – þar á meðal þjónustu við fatlað fólk, sem færðist yfir til sveitarfélaganna frá ríkinu um síðustu áramót.
Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar annast verkefni félagsþjónustu fyrir Kjósarhrepp undir stjórn framkvæmdastjóra þess. Helstu verkefni eru félagsleg ráðgjöf, móttaka og úrvinnsla umsókna um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónusta og húsaleigubætur.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.