Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu og lenti í 13. sæti af 66 sveitarfélögum sem tóku þátt nú í ár. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem landsmenn eru hvattir til stunda daglega hreyfingu af ýmsu tagi sér til heilsubótar og fór fram dagana 2.-22. febrúar.
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu og lenti í 13. sæti af 66 sveitarfélögum sem tóku þátt nú í ár. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem landsmenn eru hvattir til stunda daglega hreyfingu af ýmsu tagi sér til heilsubótar og fór fram dagana 2.-22. febrúar.
Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár með mjög góðum árangri. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið með efstu skóla á landinu.
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar sigraði í sínum flokki í vinnustaðakeppninni annað árið í röð, enda hefur verið góð stemmning innan skrifstofunnar og hafa nær allir starfsmenn skrifstofunnar tekið þátt í að auka sína hreyfingu. Starfsmenn leikskólanna og grunnskólanna í Mosfellsbæ voru einnig virkir í átakinu og tóku starfsmenn í leikskólanum Hlíð, leikskólanum Hulduberg, Varmárskóla og Lágafellsskóla þátt.
Grunnskólarnir í bænum hafa einnig staðið sig með stakri prýði í Hvatningaverkefni grunnskólanna, og í ár lenti Varmárskóli í 3. sæti og Lágafellsskóli í 5. sæti.
Það er því ljóst að Mosfellingar eru vel með á nótunum þegar kemur að því að hreyfa sig.
Á myndinni eru frá vinstri: , Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ og fulltrúar Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Tómas G. Gíslason, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Þorgeir Þorgeirsson.