Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Steinda Jr. sem Mosfelling ársins.
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. hefur verið valinn Mosfellingur ársins 2010 af bæjarblaðinu Mosfellingi. Hann hefur slegið rækilega í gegn í nýrri gamanþáttaröð á Stöð 2 sem nefnist Steindinn okkar. Í kjölfarið átti hann vinsælasta lag landsins, var andlit auglýsingaherferða og er orðinn þekkt andlit í íslensku gríni.
Steindi hefur alla tíð lagt áherslu á Mosfellsbæ í sinni þáttagerð og fær bæjarbúa óhikað í lið með sér en einnig hefur leikfélagið verið honum hjálplegt. “Þetta er einn mesti heiður sem ég hef hlotið,” segir Steindi og bætir við að hann sé stoltur Mosfellingur.
Tengt efni
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Elva Björg valin Mosfellingur ársins 2021
Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ, en bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu.