Lið Mosfellsbæjar mætir liði Akureyrar í átta liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvar sem fer fram í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld kl. 20:10.
Lið Mosfellsbæjar vann frækilegan sigur á Reykvíkingum í 16 liða úrslitum í desember og bíða Mosfellingar þess spenntir hvort hið sterka lið nái að tryggja sér sæti í undanúrslitum með því að leggja Akureyringa í kvöld.
Í liði Mosfellsbæjar eru Kolfinna Baldvinsdóttir, Sigurjón M. Egilsson og Bjarki Bjarnason. Lið Akureyrar skipa Hilda Jana Gísladóttir, Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Birgir Guðmundsson.
Mosfellsbær óskar liði sínu góðs gengis í kvöld.
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.