Þjónustuver Mosfellsbæjar hefur verið flutt um set og fer nú öll almenn afgreiðsla fram á 2. hæð í Kjarna. Flutningarnir eru liður í hagræðingaraðgerðum á bæjarskrifstofum.
Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir persónulega, skilvirka og nútímalega þjónustu. Þjónustuverið samanstendur af hæfum þjónustufulltrúum sem leggja sig fram við að aðstoða íbúa við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins, svara fyrirspurnum og taka á móti erindum undir yfirskriftinni Þjónusta í þína þágu – öll á einum stað.
Þjónustuverið er sem áður opið milli kl. 8 – 16 alla virka daga.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025