Þjónustuver Mosfellsbæjar hefur verið flutt um set og fer nú öll almenn afgreiðsla fram á 2. hæð í Kjarna. Flutningarnir eru liður í hagræðingaraðgerðum á bæjarskrifstofum.
Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir persónulega, skilvirka og nútímalega þjónustu. Þjónustuverið samanstendur af hæfum þjónustufulltrúum sem leggja sig fram við að aðstoða íbúa við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins, svara fyrirspurnum og taka á móti erindum undir yfirskriftinni Þjónusta í þína þágu – öll á einum stað.
Þjónustuverið er sem áður opið milli kl. 8 – 16 alla virka daga.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði