Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöld.
Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, landmótsmeistara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein. Heiðursverðlaun fékk Sveinbjörn Sævar Ragnarsson markvörður og handboltakappi úr Aftureldingu sem hefur æft og keppt með félaginu í 33 ár og er enn að keppa 67 ára gamall.
Fimm fulltrúar voru í kjöri til íþróttamanns Mosfellsbæjar frá fimm félögum í Mosfellsbæ en íþróttamaður Mosfellsbæjar 2010 var kjörin Kristján Helgi Carrasco með 93 stig.
Hann var í 1. sæti á Bikarmeistaramóti Íslands KAÍ og í 1. sæti á GrandPrix meistaramóti Kata á vegum KAÍ. Bæði mótin eru haldin þrisvar ákeppnistímabilinu og eru stigin talin saman. Karatesamband Íslands útnefndi hann sem Karatemann Íslands 2010. Hann var kjörinn íþróttamaður Aftureldingar 2010.
Fjórir fulltrúar voru í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar frá fjórum félögum og íþróttakonur Mosfellsbæjar 2010 voru kjörnar þær Nína Björk Geirsdóttir golfíþróttakona úr Golfklúbbnum Kili og Sigríður Þóra Birgisdóttir knattspyrnukona úr Aftureldingu. Þær urðu jafnar í kjörinu með 93 stig.
Nína sýndi frábæran árangur á árinu og fór meðal annars holu í höggi á Íslandsmótinu í holukeppni, lenti í fjórða sæti á landsmóti GSÍ. Hún spilaði fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða þar sem hún stóð sig best af íslensku keppendunum í mótinu. Nína var kosin íþróttakona Golfklúbbsins 2010.
Sigríður Þóra hefur verið að keppa með U17 og U19 landsliðum Íslands þar sem hún hefur keppt samtals í 11 leikjum. Þótt Sigríður Þóra sé ung að árum er hún ein af lykilleikmönnum í meistaraflokki Aftureldingar síðustu fjögur ár og verið fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum. Hún var jafnframt kjörin íþróttakona Aftureldingar 2010.
Tengt efni
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 9. janúar
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að kjósa til og með 12. desember
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.