Kærleiksvika verður nú haldin í annað sinn þar sem kærleikurinn er ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá í boði. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik.
Kærleiksvika verður nú haldin í annað sinn eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna. Meðal viðburða er kærleiksstund í Lágafellslaug á þriðjudag, kærleikshátíð í Kjarna á miðvikudag og margt fleira.
Mosfellsk ungmenni setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakörfur í Bónus og Krónunni. Hlín Blómahús setur upp kærleikstré á Torgi í Kjarna á mánudag og eru Mofellingar hvattir til að koma og skrifa kærleiksrík skilaboð á tréð sem standa mun á Torgi alla kærleiksvikuna.