Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. janúar 2011

Frjálsí­þrótta­fólk úr Aft­ur­eld­ingu stóð sig vel á hinu ár­lega Stór­móti ÍR í frjáls­um íþrótt­um sem hald­ið var um síð­ustu helgi.

Alls tóku 28 kepp­end­ur frá Aft­ur­eld­ingu þátt og settu marg­ir per­sónu­leg met og unnu til fjölda varð­launa.

Á þessu móti keppa frjálsí­þrótta­menn og kon­ur allt frá 8 ára aldri upp í full­orð­ins­flokka. Frjálsí­þrótta­deild Aft­ur­eld­ing­ar mætti með 28 kepp­end­ur sem marg­ir hverj­ir settu per­sónu­leg met og sum­ir fóru á verð­launap­all en alls urðu fé­lag­ar úr Aft­ur­eld­ingu 5 sinn­um í fyrsta sæti, 6 sinn­um í öðru sæti og 3 sinn­um í þriðja sæti. Frá­bær ár­ang­ur hjá Aft­ur­eld­ing­ar­fólki!

Framund­an eru meist­ara­mót og verð­ur gam­an að fylgjast með okk­ar fólki þar og hvetj­um við Mos­fell­inga til að kíkja við í frjálsí­þrótta­höll­inni í Laug­ar­dal­um og hvetja sitt fólk.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00