Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fötl­uð­um börn­um og ung­menn­um sem hafa áhuga á að um­gang­ast hesta eða vilja kynn­ast hesta­mennsku gefst nú tæki­færi til að sækja reið­nám­skeið í reið­höll Harð­ar í Mos­fells­bæ.

Nám­skeið­ið er hald­ið á veg­um Hesta­manna­fé­lags Harð­ar sem hef­ur í sam­starfi við Hesta­mennt ehf. haf­ið 5 vikna reið­nám­skeið. Markmið nám­skeiðs­ins er að bæta lík­ams­vit­und og auka sam­hæf­ingu handa, fóta og skyn­færa, auka sjálf­stæði og færni í sam­skipt­um við hesta, kynn­ast hest­in­um og læra und­ir­stöðu­at­riði í um­hirðu hests­ins ásamt að geta um­geng­ist hesta af ör­yggi og ótta­leysi. Styrkja leið­toga­hlut­verk í sam­skipt­um við hest­inn og eiga frá­bæra stund sam­an í skemmti­leg­ur um­hverfi. Lögð er áhersla á fjöl­breytni og að all­ir nem­end­ur fái sem mest út úr nám­skeið­inu eft­ir þörf­um hvers og eins.

Kennsl­an er í hönd­um reyndra leið­bein­anda með mar­gra ára reynslu í reið­kennslu fatl­aðs fólks, sjúkra­þjálf­ari verð­ur til taks sem og að­r­ir að­stoð­ar­menn eft­ir þörf­um. Um­sjón­ar­mað­ur nám­skeiðs­ins er Sús­anna Ólafs­dótt­ir, reið­kenn­ari. Frek­ari upp­lýs­ing­ar og skrán­ing er á vef hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar.

Fé­lag­ið fékk nú á dög­un­um veg­leg­an styrk frá Góða Hirð­in­um sem er eins og all­ir þekkja er góð­gerð­ar­starf­semi á veg­um Sorpu þar sem nýt­an­leg­um hlut­um sem hef­ur ver­ið hent er hald­ið til haga og seld­ir. Ágóð­an­um af þessu er síð­an deilt út til góð­gerð­ar­mála einu sinni til tvisvar á ári og í ár hlaut Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur ásamt öðr­um góð­um fé­lög­um styrk. Styrk­ur­inn var veitt­ur til að Hesta­manna­fé­lag­ið gæti lát­ið sér­smíða tvo hnakka fyr­ir fatlað fólk og stofn­að fræðslu­nefnd.

Með þessu er lang­þráðu mark­miði Harð­ar­manna náð að þjálf­un fatl­aðs fólks er haf­ið í Herði en það hef­ur lengi ver­ið draum­ur Harð­ar­manna að leggja af mörk­um til að fatlað fólk geti stundað reið­mennsku og var það eitt af mark­mið­um þeirra þeg­ar ráð­ist var í hönn­un reið­hall­ar­inn­ar sem var vígð i nóv­em­ber 2009. Draum­ur þeirra var að þjálf­un fatl­aðs fólks gæti far­ið fram við góð­ar að­stæð­ur og er allt fyr­ir­komulag reið­hall­ar­inn­ar mið­að við að svo geti orð­ið. Sett­ar voru stór­ar inn­keyrslu­dyr á hús­ið og ríf­legt svæði við þær fram­an við reið­völl­inn sem gefa færi á að keyra inn bíla en hægt er að aka að sér­stakri lyftu til að auð­velda praktísku hlut­ina. Þessi lyfta var gjöf frá Jón Levy sem lét smíða hana þeg­ar hann átti orð­ið erfitt með að kom­ast á bak vegna MS sjú­dóms.

Fræðslu­nefnd fatl­aðs fólks hjá Hesta­manna­fé­lag­inu Herði var stofn­uð 14. októ­ber 2010. Nefnd­ina skipa: Auð­ur G. Sig­urð­ar­dótt­ir, Frosti Rich­ards­son  og Leif­ur Leifs­son. Að­aláhersl­ur nefnd­ar­inn­ar er að skipu­leggja og halda utan um nám­skeið sér­hönn­uð fyr­ir fatlað fólk, til dæm­is þá sem búa við hreyfi­hömlun og þroska­hömlun. Einn­ig er hug­ur á að ná til fólks sem er í end­ur­hæf­ingu. Nefnd­in er í sam­starfi við Hesta­mennt en þau eru með mar­gra ára reynslu af vinnu með fötl­uðu fólki, ver­ið að skipu­leggja að halda nám­skeið og vera með reið­kennslu, bæði í formi al­mennr­ar reið­kennslu og sjúkra­þjálf­unn­ar. Harð­ar­menn eru stolt­ari en orð fá lýst að geta boð­ið upp á þessa þjón­ustu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00