Stórskemmtilegt smalamót veðrur haldið í Harðarreiðhöllinni næstkomandi laugardag kl. 13.00 og rennur aðgangseyrir til félags krabbameinssjúkra barna. Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt.
Smalamót Harðar verður haldið í Harðarreiðhöllinni næstkomandi laugardag, 5. febrúar, kl. 13.00. Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt.
Ístuttu máli fer það þannig fram að sett verður upp þrautabraut í reiðhöllinni og sá sem ríður hana hraðast vinnur. Refsistig eru gefin ef hlutar brautarinnar eru felldir.
Þetta er góðgerðarmót og rennur öll innkoman til krabbameinssjúkra barna. Það eru þær Súsanna Katarína og Harpa Sigríður sem eiga hugmyndina að mótinu, stilla því upp og smíða verðlaunagripi. Öll vinna við mótið verður í sjálfboðavinnu.
Félagar í Hestamannafélaginu Herði hvetja alla Mosfellinga til að mæta í reiðhöllina þennan dag, horfa á frábæra skemmtun og styrkja gott málefni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Súsönnu Katarínu og Hörpu Sigríði sem sjá um skipulagningu smalamótsins.