Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi lóðar fyrir Slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut, sem samþykkt var 7. apríl 2010.
Tillagan tengist breyttum áformum um fyrirkomulag byggingar og stærð. Gert er ráð fyrir minni byggingu en áður og að lögreglustöð verði í austurhluta hennar í stað vesturhluta. Samkvæmt tillögunni ganga byggingarreitir skemur til austurs og vesturs en í gildandi skipulagi og færast m.a. fjær veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar, þannig að kvöð þar að lútandi fellur niður. Tengingar við Skarhólabraut fyrir almenna umferð verða áfram tvær á sömu stöðum og áður, en við bætist á milli þeirra sérstök útkeyrsla eingöngu fyrir útkallsbíla/neyðarakstur. Hæðafjöldi og hámarksnýtingarhlutfall breytast ekki.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 2. mars 2011 til og með 13. apríl 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 13. apríl 2011.
24. febrúar 2011,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: