Mjallhvít og dvergarnir sjö
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö.
Jazztónleikar í Listasal Mosfellsbæjar 15. nóvember 2009
Jazz-kvintett Reynis Sigurðssonar heldur tónleika í Listasalnum sunnudaginn 15. nóvember kl. 17.30.
Lögreglan fundar með Mosfellingum í dag
Árlegur haustfundur lögreglu höfuðborgarsvæðisins með fulltrúumMosfellsbæjar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:30í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum verður horft til þessárangurs sem náðst hefur og skoðuð tölfræði í því sambandi. Nýttfyrirkomulag á starfsemi LRH með tilkomu fimm lögreglustöðva verðurkynnt á fundinum. Einnig verður horft til framtíðar og hugað að því sembetur má fara í sambandi við löggæslu í Mosfellsbæ.
Kvartettinn Esja leikur í Listasalnum á laugardaginn
Laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00 mun kvartettinn Esja leika píanókvartett Brahms no 3 í c moll á tónleikum í Listasal Mosfellsbæjar. Kvartettinn skipa Jane Ade Sutjarjo, píanó, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þórunn Harðardóttir, víóla og Karl Jóhann Bjarnason, selló.
Barnafataskiptimarkaður Rauða krossins
Í tvær vikur hefur Kjósarsýsludeild Rauða krossins staðið fyrir barnafataskiptimarkaði. Þar koma foreldrar með heilleg föt af börnunum sínum og skipta yfiraðra stærð eða aðra tegund. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hefurþví verið tekin sú ákvörðun að hafa skiptimarkað á sparifötum ogspariskóm í desember.
6.11.2009: Þrjár deiliskipulagstillögur: Skátalóð við Hafravatn, Háholt 7 (Áslákur) og Reykjavegur 36
Nýtt deiliskipulag skátalóðar við suðaustanvert Hafravatn, og breytingar á deiliskipulagi vegna hótels að Háholti 7 og vegna lóðar Ísfugls að Reykjavegi 36. Athugasemdafrestur til 18. desember 2009.
Þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar
Dagana 9. – 13. nóvember verður þemavika í tónlistardeild ListaskólaMosfellsbæjar. Viðfangsefnið í ár eru íslensk þjóðlög. Nemendur ogkennarar æfa þjóðlög, skólinn verður skreyttur í þjóðlegum anda og fólker hvatt til að klæðast íslenskum fatnaði, eins og lopapeysum ogþjóðbúningum, ekki síst á tónleikum, sem haldnir verða í ListasalMosfellsbæjar 17. og 19. nóvember kl. 18.00.
Skipasmíðastöð í Mosfellsbæ
Lítil skipasmíðastöð starfar í Mosfellsbænum í húsakynnum ÍSTAKS. Þarvar nýsmíðuðum borpramma gefið nafn í gær en hann á að nota viðhafnarframkvæmdir í Noregi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Skólahlaup UMSK
Skólahlaup UMSK fór fram á Varmárvelli á dögunum en í skólahlaupi UMSKer keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem hefurhlutfallslega flesta þátttakendur. Í ár komu flestir nemendur fráLágafellskóla í Mosfellsbæ og hlýtur því LágafellsskóliBræðrabikarinn í ár. Skólanum var afhentur bikarinn á dögunum.12hlauparar frá Lágafellsskóla lentu á verðlaunapalli en keppendur komuúr 4. – 10.bekk. Við óskum nemendum skólans til hamingju með þennanglæsilega árangur.
Leikskólinn Hulduberg 10 ára
Leikskólinn Hulduberg heldur upp á 10 ára afmæli sitt í dag, 2. nóvember.
Sveitarfélögin forgangsraða þjónustu vegna inflúensunnar
Við tökum þátt - Aðkoma foreldra að skólastarfi
Miðvikudaginn 28. október kl: 20:00-21:00 verður fyrsta opna hús vetrarins á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Bólið opnar útibú í Lágafellsskóla
Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október.
26.10.09: Miðbærinn: Tillögur að deiliskipulagi og breytingum á aðalskipulagi
Auglýst er skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar og skv. 21. gr. sömu laga tillaga að breytingum á aðalskipulagi, sem varða miðbæjarsvæðið. Frestur til að gera athugasemdir rennur út þann 7. desember 2009.
Við erum Krikaskóli
Nemendur Krikaskóla eru farnir að hlakka til að flytja í nýjuskólabygginguna við Sunnukrika sem tekinn verður í notkun í byrjun næsta árs.
Mosfellsbær boðar til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum á Íslandi
Sveitarfélög á Íslandi eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21.
Bæjarráð samþykkir viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar vegna heimsfaraldurs inflúensu og jafnframt stofnað neyðarstjórnsem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand ríkir.
Einar Kárason og Brekkukotsannáll
Rithöfundurinn Einar Kárason mætir galvaskur á Gljúfrastein, sunnudaginn 25. október kl. 16:00, og fjallar um Brekkukotsannál.
Tónleikar í Bókasafninu sunnudaginn 25. október 2009
Tríó Vadims Fyodorov leikur í Bókasafni Mosfellsbæjar sunnudaginn 25. október kl. 16:00.
Foreldranámskeið - Barnið komið heim!
Mosfellsbær í samstarfi við ÓB-ráðgjöf stendur fyrir námskeiði fyrirvæntanlega foreldra og foreldra barna allt að þriggja ára.