Árlegur haustfundur lögreglu höfuðborgarsvæðisins með fulltrúumMosfellsbæjar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:30í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum verður horft til þessárangurs sem náðst hefur og skoðuð tölfræði í því sambandi. Nýttfyrirkomulag á starfsemi LRH með tilkomu fimm lögreglustöðva verðurkynnt á fundinum. Einnig verður horft til framtíðar og hugað að því sembetur má fara í sambandi við löggæslu í Mosfellsbæ.
Árlegur haustfundur lögreglu höfuðborgarsvæðisins með fulltrúum Mosfellsbæjar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:30 í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum verður horft til þess árangurs sem náðst hefur og skoðuð tölfræði í því sambandi. Nýtt fyrirkomulag á starfsemi LRH með tilkomu fimm lögreglustöðva verður kynnt á fundinum. Einnig verður horft til framtíðar og hugað að því sem betur má fara í sambandi við löggæslu í Mosfellsbæ.
Á fundinn mæta yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, frá yfirstjórn, umferðardeild og lögreglustöð 4 sem annast löggæslu á svæðinu. Væntingar lögreglunnar standa til þess að á þessum fundi komi fram sjónarmið, sem verði rædd með það í huga að störf lögreglunnar megi skila enn frekari árangri.
Á fundinum verður samstarfssamningur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæjar um aukið öryggi og samvinnu á sviði löggæslu- og forvarnarmála í Mosfellsbæ undirritaður.
Áhugafólk um löggæslumál í Mosfellsbæ er hvatt til að mæta á fundinn.