Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. nóvember 2009

Nýtt deili­skipu­lag skáta­lóð­ar við suð­aust­an­vert Hafra­vatn, og breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi vegna hót­els að Há­holti 7 og vegna lóð­ar Ís­fugls að Reykja­vegi 36. At­huga­semda­frest­ur til 18. des­em­ber 2009.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lagi skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 og 2 til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:

Lóð Skáta­sam­bands Reykja­vík­ur við Hafra­vatn
Til­laga að deili­skipu­lagi. Skipu­lags­svæð­ið/lóð­in er um 4,8 ha, ligg­ur að Hafra­vatni suð­aust­an­verðu og er skil­greint sem opið svæði til sér­stakra nota í að­al­skipu­lagi. Á til­lög­unni eru sýnd­ir bygg­ing­ar­reit­ir fyr­ir 8 gistiskála auk bygg­ing­ar­reita fyr­ir þjón­ustu­hús og opið skýli, og gerð er grein fyr­ir að­komu og bíla­stæð­um.

Há­holt 7, Áslák­ur (enduraug­lýs­ing)
Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi sem sam­þykkt var 2003. Breyt­ing­ar felast í því að lóð­in stækki úr 5.600 í 8.500 m2, nú­ver­andi bygg­ing fyr­ir hót­el hækki um eina hæð og að aust­an henn­ar komi bygg­ing fyr­ir stækk­un hót­els, 2 hæð­ir og ris með kjall­ara und­ir, sem verði að hluta bíla­geymsla og að hluta sal­arkynni hót­els. Há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall verði 0,6. Breyt­ing frá áður aug­lýstri til­lögu felst í því að fyr­ir­hug­að­ar ný­bygg­ing­ar lækka í landi um 2 m.

Reykja­veg­ur 36
Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi frá 2005. Skv. til­lög­unni breyt­ist lög­un lóð­ar­inn­ar og hún minnk­ar um 750 m2, bygg­ing­ar­reit­ur stækk­ar og leyft nýt­ing­ar­hlut­fall hækk­ar úr 0,30 í 0,39.


Til­lögu­upp­drætt­ir með grein­ar­gerð­um og skipu­lags­skil­mál­um verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 6. nóv­em­ber 2009 til 18. des­em­ber 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér til­lög­urn­ar og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar er einn­ig birt­ar hér á heima­síð­unni, sbr. tengl­ana hér að ofan.
At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 18. des­em­ber 2009. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

2. nóv­em­ber 2009,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00