Í tvær vikur hefur Kjósarsýsludeild Rauða krossins staðið fyrir barnafataskiptimarkaði. Þar koma foreldrar með heilleg föt af börnunum sínum og skipta yfiraðra stærð eða aðra tegund. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hefurþví verið tekin sú ákvörðun að hafa skiptimarkað á sparifötum ogspariskóm í desember.
Í tvær vikur hefur Kjósarsýsludeild Rauða krossins staðið fyrirbarnafataskiptimarkaði. Þar koma foreldrar með heilleg föt af börnunumsínum og skipta yfiraðra stærð eða aðra tegund. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hefurþví verið tekin sú ákvörðun að hafa skiptimarkað á sparifötum ogspariskóm í desember.
Skiptimarkaðurinn er fyrir 12 ára börn og yngri og er haldinn í Sjálfboðamiðstöð Kjósarsýsludeildar, Þverholti 7 alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13. Síðdegismarkaðir eru haldnir annan hvorn þriðjudag kl. 17-19 og verða næstu sem hér segir: 10. og 24. nóvember, 8. og 15. desember.
Foreldrar eru hvattir til að koma með heilleg föt, útiföt og skó sem börnin ykkar eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi föt og skó! Markaðurinn er ókeypis fyrir alla. Allir velkomnir hvort sem þeir eru að gefa eða skipta. Deildin mun í samstarfi við fataflokkun Rauða krossins, sjá til þess að gott úrval af fatnaði sé til staðar.
Allar nánari upplýsingar í síma 898-6065 og netfanginu kjos@redcross.is.