Dagana 9. – 13. nóvember verður þemavika í tónlistardeild ListaskólaMosfellsbæjar. Viðfangsefnið í ár eru íslensk þjóðlög. Nemendur ogkennarar æfa þjóðlög, skólinn verður skreyttur í þjóðlegum anda og fólker hvatt til að klæðast íslenskum fatnaði, eins og lopapeysum ogþjóðbúningum, ekki síst á tónleikum, sem haldnir verða í ListasalMosfellsbæjar 17. og 19. nóvember kl. 18.00.
Dagana 9. – 13. nóvember verður þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Viðfangsefnið í ár eru íslensk þjóðlög. Nemendur og kennarar æfa þjóðlög, skólinn verður skreyttur í þjóðlegum anda og fólk er hvatt til að klæðast íslenskum fatnaði, eins og lopapeysum og þjóðbúningum, ekki síst á tónleikum, sem haldnir verða í Listasal Mosfellsbæjar 17. og 19. nóvember kl. 18.00.
Gunnsteinn Ólafsson formaður félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar flytur erindi og kryddar það með tóndæmum og myndum í stofu 5 í Listaskólanum mánudaginn 9. nóvember kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, ásamt nemanda sínum úr Tónskóla Sigursveins mætir svo á tónleikana 19. nóvember og kynnir okkur langspilið.