Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. október 2009

Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vinna nú öll eft­ir sam­ræmd­um við­bragðs­áætl­un­um sem gerð­ar voru und­ir um­sjón Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að tryggja órofna lyk­il­þjón­ustu á með­an in­flú­ensu­far­ald­ur geng­ur yfir. Gerð­ar eru ráð­staf­an­ir til að hindra út­breiðslu in­flú­ens­unn­ar með­al starfs­fólks og dreifa þann­ig álag­inu sem ann­ars skap­ast vegna for­falla. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sveit­ar­fé­lög­un­um hef­ur geng­ið vel að tryggja íbú­un­um lyk­il­þjón­ustu þrátt fyr­ir for­föll með­al starfs­fólks.

Sveit­ar­fé­lög­in skil­greindu sam­eig­in­lega hvaða þjón­usta telst lyk­il­þjón­usta sem leggja ber kapp á að hald­ist órofin þrátt fyr­ir in­flú­ensu­far­ald­ur. Þjón­usta af því tagi er rekst­ur skóla og leik­skóla, heima­þjón­usta og heima­hjúkr­un, rekst­ur veitna, eld­varn­ir, sjúkra­flutn­ing­ar, al­menn­ings­sam­göng­ur og fleira sem sveit­ar­fé­lög­in bera ábyrgð á, auk verk­efna sem lúta að inn­við­um í rekstri.

Sveit­ar­fé­lög­in unnu sam­an að gerð við­bragðs­áætl­ana und­ir um­sjón Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lögð var áhersla á sam­st­arf við áætlana­gerð­ina með­al ann­ars til að auð­velda gagn­kvæma að­stoð, komi til þess að henn­ar verði þörf. Auk við­bragðs­áætl­ana fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in sem heild voru gerð­ar sér­stak­ar áætlan­ir fyr­ir ein­staka þjón­ustu­þætti og fyr­ir hvern skóla og leik­skóla.

Neyð­ar­stjórn hef­ur ver­ið skip­uð í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig und­ir for­mennsku fram­kvæmda­stjóra við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Komi til þess að neyð­ar­stjórn verði virkj­uð starf­ar hún í sam­ráði við að­gerða­stjórn al­manna­varna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Sam­starf­ið hef­ur auð­veldað vinnu sveit­ar­fé­lag­anna mjög og trygg­ir að við­bún­að­ur sé með sam­bæri­leg­um hætti á svæð­inu öllu. Náið sam­ráð er einn­ig haft við sótt­varna­lækni og lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem gegna mik­il­vægu hlut­verki af hálfu rík­is­valds­ins og gerðu við­bragðs­áætlun fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Íbú­ar sveit­ar­fé­lag­anna eru hvatt­ir til að fylgjast vel með upp­lýs­ing­um og til­kynn­ing­um frá sótt­varna­lækni. Við­bragðs­áætlan­ir sveit­ar­fé­lag­anna er að finna á vef­svæð­um þeirra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00